Fyrrum NBA-stjarnan Lamar Odom, sem næstum lést á vændishúsi í Las Vegas, er byrjaður að djamma á nýjan leik.
Odom var í för með tveimur dömum um síðustu helgi og ætluðu þau saman á nektarklúbb í Los Angeles. Odom labbaði fram fyrir röðina en var ekki hleypt inn.
Það var í október árið 2015 sem Odom féll í dá á vændishúsinu í Las Vegas og lengi vel var honum ekki hugað líf. Eftir að hann hafði jafnað sig fór hann í meðferð.
Nú er hann við nokkuð góða heilsu og virðist hafa tekið upp fyrri iðju.
Hann er 37 ára gamall og er þekktastur fyrir að sín sjö ár í herbúðum LA Lakers þar sem hann varð tvöfaldur NBA-meistari.
