Einungis rúm 40 prósent hirða um að sækja húsaleigubætur Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2017 13:08 Fyrrverandi og núverandi velferðarráðherrar hafa haft og hafa yfir húsnæðismálum að segja. Kolsvört könnun um stöðu leigenda verður seint talin rós í hnappagat þeirra. „Þetta kemur mér verulega á óvart, að það sé svona lítill hluti leigjenda sem hirðir um að sækja þessa bætur. Samkvæmt þessum tölum. En, við erum að skoða þessi mál hjá VR. Húsnæðismálin brenna á fólki enda stærsti útgjaldaliður þorra fólks,“ Bjarni Þór Sigurðsson formaður húsnæðisnefndar VR. Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Una Jónsdóttir hagfræðingur og Íbúðalánasjóður stóðu fyrir og kynnt var nýlega fyrir húsnæðisnefnd VR og fjallar um stöðu húsnæðismála kemur meðal annars fram að einungis 43,3 prósent leigjenda þiggja húsnæðisbætur. Og tæp 30 prósent leigjenda eru ekki með þinglýstan leigusamning. Vert er að taka fram að námsmenn og leigjendur í íbúðum á vegum sveitarfélaga þurfa ekki þinglýstan leigusamning til að fá húsnæðisbætur. Því kemur þessi lága tala nokkuð á óvart.Húsnæðisbótafyrirkomulagið ekki í nokkru samhengi við raunveruleikannErfitt er að fjölyrða um hvað veldur því að fólk hirðir ekki um að sækja þessar húsaleigubætur? Bjarni telur að þetta hljóti að tengjast því að eigendur húsnæðis kjósi að halda þessu sem svartri atvinnustarfsemi. Og svo gæti hitt spilað inní sem er að það taki því einfaldlega ekki að sækja þessa upphæð. Og þar spilar inní að um er að ræða fremur lága upphæð og ekki þarf miklar tekjur svo sú upphæð skerðist verulega.Skyggna frá kynningu á viðhorfskönnuninni, sem Vísir hefur undir höndum. Óhætt er að segja að þar sé dregin upp kolsvört mynd af stöðu leigjenda á Íslandi.Miðað er við grunnfjárhæð sem er 31 þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinga. Frítekjumarkið er 281.033 krónur. Ekki þarf að vera stærðfræðingur til að sjá að sá sem er með þessar tekjur hefur einfaldlega ekki efni á að leigja, þannig að tómt mál er um að tala. Þjóðskrá Íslands gefur mánaðarlega út upplýsingar um leiguverð miðað við fermetra, byggt á útgefnum leigusamningum og samkvæmt úttekt sem Landsbanki Íslands byggði á þeim upplýsingum þá er leiguverð 85 fermetra þriggja herbergja íbúðar í vesturbæ Reykjavíkur 223 þúsund krónur á mánuði.Ömurleg staða leigjendaStjórnvöld hafa einfaldlega látið málefni leigjenda reka á reiðanum. Fram hjá því verður ekki litið, meðan leigjendur hafa mátt horfa uppá hina svokölluðu „Leiðréttingu“ koma til framkvæmda, en þá var rúmlega 70 milljörðum veitt úr ríkissjóði til eigenda húsnæðis, sem þá þegar hafði hækkað umtalsvert og síðan verulegu.Önnur skyggna úr kynningunni. Eins og sjá má eru leigjendur vondaufir um að komast nokkru sinni úr því sem verður að fá að heita fátæktargildra.Niðurstaða skýrslunnar er hrollvekjandi fyrir leigjendur. Þar segir að þeir séu í mjög viðkvæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Þeir „búa við afgerandi minna húsnæðisöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði.“ Þá kemur fram að stór hluti leigumarkaðar sést ekki í opinberum tölum, færri þiggja húsnæðisbætur en lögin gera ráð fyrir: „Nauðsynlegt er að reyna að brúa bilið milli þessara ólíku búsetuforma og æskilegt er að reyna að brúa bil milli þessara ólíku búsetuforma.Sjá ekki fram á að geta eignast eigið húsnæði „Eins og staðan er í dag vilja nánast allir kaupa því leigumarkaðurinn er ótraustur,“ segir í lokaorðum kynningarinnar. Um er að ræða netkönnun framkvæmd meðal könnunarhóps Zenterrannsókna, úrtak voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en gögnin voru „vigtuð til þess að úrtakið endurspegli álit þjóðarinnar. Markmið könnunarinnar er að sjá eftirspurnarhlið markaðarins.“ Fram kemur að flestir vildu vera í eigin húsnæði en þeir sem ekki eiga húsnæði nú þegar sjá varla fram á að eiga möguleika á því að eignast sitt. Tengdar fréttir Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. 28. apríl 2017 07:00 Fasteignaverð aldrei verið hærra Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá. 17. maí 2017 10:10 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
„Þetta kemur mér verulega á óvart, að það sé svona lítill hluti leigjenda sem hirðir um að sækja þessa bætur. Samkvæmt þessum tölum. En, við erum að skoða þessi mál hjá VR. Húsnæðismálin brenna á fólki enda stærsti útgjaldaliður þorra fólks,“ Bjarni Þór Sigurðsson formaður húsnæðisnefndar VR. Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun sem Una Jónsdóttir hagfræðingur og Íbúðalánasjóður stóðu fyrir og kynnt var nýlega fyrir húsnæðisnefnd VR og fjallar um stöðu húsnæðismála kemur meðal annars fram að einungis 43,3 prósent leigjenda þiggja húsnæðisbætur. Og tæp 30 prósent leigjenda eru ekki með þinglýstan leigusamning. Vert er að taka fram að námsmenn og leigjendur í íbúðum á vegum sveitarfélaga þurfa ekki þinglýstan leigusamning til að fá húsnæðisbætur. Því kemur þessi lága tala nokkuð á óvart.Húsnæðisbótafyrirkomulagið ekki í nokkru samhengi við raunveruleikannErfitt er að fjölyrða um hvað veldur því að fólk hirðir ekki um að sækja þessar húsaleigubætur? Bjarni telur að þetta hljóti að tengjast því að eigendur húsnæðis kjósi að halda þessu sem svartri atvinnustarfsemi. Og svo gæti hitt spilað inní sem er að það taki því einfaldlega ekki að sækja þessa upphæð. Og þar spilar inní að um er að ræða fremur lága upphæð og ekki þarf miklar tekjur svo sú upphæð skerðist verulega.Skyggna frá kynningu á viðhorfskönnuninni, sem Vísir hefur undir höndum. Óhætt er að segja að þar sé dregin upp kolsvört mynd af stöðu leigjenda á Íslandi.Miðað er við grunnfjárhæð sem er 31 þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinga. Frítekjumarkið er 281.033 krónur. Ekki þarf að vera stærðfræðingur til að sjá að sá sem er með þessar tekjur hefur einfaldlega ekki efni á að leigja, þannig að tómt mál er um að tala. Þjóðskrá Íslands gefur mánaðarlega út upplýsingar um leiguverð miðað við fermetra, byggt á útgefnum leigusamningum og samkvæmt úttekt sem Landsbanki Íslands byggði á þeim upplýsingum þá er leiguverð 85 fermetra þriggja herbergja íbúðar í vesturbæ Reykjavíkur 223 þúsund krónur á mánuði.Ömurleg staða leigjendaStjórnvöld hafa einfaldlega látið málefni leigjenda reka á reiðanum. Fram hjá því verður ekki litið, meðan leigjendur hafa mátt horfa uppá hina svokölluðu „Leiðréttingu“ koma til framkvæmda, en þá var rúmlega 70 milljörðum veitt úr ríkissjóði til eigenda húsnæðis, sem þá þegar hafði hækkað umtalsvert og síðan verulegu.Önnur skyggna úr kynningunni. Eins og sjá má eru leigjendur vondaufir um að komast nokkru sinni úr því sem verður að fá að heita fátæktargildra.Niðurstaða skýrslunnar er hrollvekjandi fyrir leigjendur. Þar segir að þeir séu í mjög viðkvæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Þeir „búa við afgerandi minna húsnæðisöryggi en þeir sem búa í eigin húsnæði.“ Þá kemur fram að stór hluti leigumarkaðar sést ekki í opinberum tölum, færri þiggja húsnæðisbætur en lögin gera ráð fyrir: „Nauðsynlegt er að reyna að brúa bilið milli þessara ólíku búsetuforma og æskilegt er að reyna að brúa bil milli þessara ólíku búsetuforma.Sjá ekki fram á að geta eignast eigið húsnæði „Eins og staðan er í dag vilja nánast allir kaupa því leigumarkaðurinn er ótraustur,“ segir í lokaorðum kynningarinnar. Um er að ræða netkönnun framkvæmd meðal könnunarhóps Zenterrannsókna, úrtak voru 2.300 einstaklingar 18 ára og eldri en gögnin voru „vigtuð til þess að úrtakið endurspegli álit þjóðarinnar. Markmið könnunarinnar er að sjá eftirspurnarhlið markaðarins.“ Fram kemur að flestir vildu vera í eigin húsnæði en þeir sem ekki eiga húsnæði nú þegar sjá varla fram á að eiga möguleika á því að eignast sitt.
Tengdar fréttir Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. 28. apríl 2017 07:00 Fasteignaverð aldrei verið hærra Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá. 17. maí 2017 10:10 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast. 28. apríl 2017 07:00
Fasteignaverð aldrei verið hærra Raunverð fasteigna hefur nú farið upp fyrir það stig sem það var hæst í október 2007 en raunverðið nú í apríl var tæplega einu prósenti hærra en það varð hæst þá. 17. maí 2017 10:10
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent