Valdimar Örn segist bera virðingu fyrir konum og kvennaknattspyrnu Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2017 10:57 Valdimar Örn, sem hefur sett fram þá hugmynd að rétt sé að minnka mörkin og völlinn í kvennaknattspyrnunni, á í vök að verjast á athugasemdakerfi DV. Valdimar Örn Flygenring, leikari með meiru, á í vök að verjast í athugsemdakerfi DV. Hann segist bera mikla virðingu fyrir konum og kvennaíþróttum en allt kemur fyrir ekki. Valdimar Örn vann sér það til óyndis að hafa sett fram þá hugmynd hvort ekki væri betra ef mörkin í kvennaknattspyrnunni yrðu minnkuð og jafnvel völlurinn einnig. Þetta setti hann fram á Facebook-síðu sinni í gær og spannst talsvert umræða um þetta. Svo virðist sem margir vilji ekki skilja Valdimar Örn og telja þetta hina mestu ósvinnu, að voga sér að setja þetta fram.Klara hjá KSÍ gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Valdimars DV gerði sér mat úr málinu og er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kölluð til en hún gefur lítið fyrir þessar hugmyndir leikarans og finnst þær vart svaraverðar. Ekki er hægt að skilja hana öðru vísi en svo að henni finnist Valdimar Örn stútfullur af kvenfyrirlitningu. Klara segir að reglur um stærð valla og marka séu settar af FIFA. Klara bendir á að FIFA hafi ekki séð ástæðu til að gera breytingar og láta konur spila á minni völlum. Þess má svo geta að það styttist í að Stelpurnar okkar taki þátt í lokamóti Evrópukeppninnar sem fram fer í sumar. „Ég fagna því hins vegar að við eigum glæsileg karla- og kvennalið á heimsmælikvarða og ég sé enga ástæðu til að bera þau saman. Það er það sem skiptir máli, ekki það sem Valdimar segir á Facebook,“ hefur DV eftir Klöru.Valdimar á í vök að verjast Valdimar Örn veit varla hvaðan á sig stendur veðrið og reynir að bera hönd yfir höfuð sér á athugasemdakerfinu. Hann segir Klöru gersamlega misskilja sig og gera lítið úr vangaveltum sínum sem settar voru fram af einlægni og virðingu fyrir leiknum – og virðingu fyrir konum. „Frábært svar hjá KSÍ „að við eigum lið á heimsmælikvarða“ einsog ég sé eitthvað að halda öðru fram?“ spyr Valdimar Örn og telur umræðuna komna á sérdeilis sérkennilegan stað. Og hann furðar sig á boði Klöru, sem vill fá hann á leik með kvennalandsliðinu.Hefur oft horft á kvennafótboltann „Ég hef oft séð konur spila fótbolta. Og veit alveg að við eigum flott lið. Það er engin að gera lítið úr kvennafótbolta.... En ef að t.d. markvörðurinn nær ekki einusinni að hoppa uppí slánna þá hlýtur eh að vera bogið við stærðarhlutföllin....enda voru þau búin til af köllum fyrir kalla!!!!“ Valdimar Örn segir afneitun að halda öðru fram. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn með þessu. Ég ber mikla virðingu fyrir konum og kvennaíþróttum almennt og finnst stelpurnar okkar vera alveg frábærar. Ég spilaði sjálfur fótbolta á mínum yngri árum bæði úti og í marki og hef horft á fótbolta í svona u.þ.b. 50 ár og haft gaman af. Það að 156cm kona sem æfir mark geti með réttri þjálfun staðið miklu stærri karlmanni, með samskonar þjálfun vænti ég, algerlega á sporði finnst mér eiginlega fáránlegt að reyna að halda fram og í raun svari sér sjálft,“ segir Valdimar Örn meðal annars, og á í vök að verjast. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Valdimar Örn Flygenring, leikari með meiru, á í vök að verjast í athugsemdakerfi DV. Hann segist bera mikla virðingu fyrir konum og kvennaíþróttum en allt kemur fyrir ekki. Valdimar Örn vann sér það til óyndis að hafa sett fram þá hugmynd hvort ekki væri betra ef mörkin í kvennaknattspyrnunni yrðu minnkuð og jafnvel völlurinn einnig. Þetta setti hann fram á Facebook-síðu sinni í gær og spannst talsvert umræða um þetta. Svo virðist sem margir vilji ekki skilja Valdimar Örn og telja þetta hina mestu ósvinnu, að voga sér að setja þetta fram.Klara hjá KSÍ gefur ekki mikið fyrir hugmyndir Valdimars DV gerði sér mat úr málinu og er Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kölluð til en hún gefur lítið fyrir þessar hugmyndir leikarans og finnst þær vart svaraverðar. Ekki er hægt að skilja hana öðru vísi en svo að henni finnist Valdimar Örn stútfullur af kvenfyrirlitningu. Klara segir að reglur um stærð valla og marka séu settar af FIFA. Klara bendir á að FIFA hafi ekki séð ástæðu til að gera breytingar og láta konur spila á minni völlum. Þess má svo geta að það styttist í að Stelpurnar okkar taki þátt í lokamóti Evrópukeppninnar sem fram fer í sumar. „Ég fagna því hins vegar að við eigum glæsileg karla- og kvennalið á heimsmælikvarða og ég sé enga ástæðu til að bera þau saman. Það er það sem skiptir máli, ekki það sem Valdimar segir á Facebook,“ hefur DV eftir Klöru.Valdimar á í vök að verjast Valdimar Örn veit varla hvaðan á sig stendur veðrið og reynir að bera hönd yfir höfuð sér á athugasemdakerfinu. Hann segir Klöru gersamlega misskilja sig og gera lítið úr vangaveltum sínum sem settar voru fram af einlægni og virðingu fyrir leiknum – og virðingu fyrir konum. „Frábært svar hjá KSÍ „að við eigum lið á heimsmælikvarða“ einsog ég sé eitthvað að halda öðru fram?“ spyr Valdimar Örn og telur umræðuna komna á sérdeilis sérkennilegan stað. Og hann furðar sig á boði Klöru, sem vill fá hann á leik með kvennalandsliðinu.Hefur oft horft á kvennafótboltann „Ég hef oft séð konur spila fótbolta. Og veit alveg að við eigum flott lið. Það er engin að gera lítið úr kvennafótbolta.... En ef að t.d. markvörðurinn nær ekki einusinni að hoppa uppí slánna þá hlýtur eh að vera bogið við stærðarhlutföllin....enda voru þau búin til af köllum fyrir kalla!!!!“ Valdimar Örn segir afneitun að halda öðru fram. „Ég ætlaði ekki að móðga neinn með þessu. Ég ber mikla virðingu fyrir konum og kvennaíþróttum almennt og finnst stelpurnar okkar vera alveg frábærar. Ég spilaði sjálfur fótbolta á mínum yngri árum bæði úti og í marki og hef horft á fótbolta í svona u.þ.b. 50 ár og haft gaman af. Það að 156cm kona sem æfir mark geti með réttri þjálfun staðið miklu stærri karlmanni, með samskonar þjálfun vænti ég, algerlega á sporði finnst mér eiginlega fáránlegt að reyna að halda fram og í raun svari sér sjálft,“ segir Valdimar Örn meðal annars, og á í vök að verjast.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira