Myndin er „The Girl in the Spider´s web“ og er Foy efst á óskalista Sony fyrir leikkonur til að taka að sér hlutverkið. Þá fetar hún í fótspor Noomi Rapace og Rooney Mara, sem báðar hlutu lof fyrir leik sinn í myndum byggðum á bókunum.
Foy er þessa stundina að klára að leika í annarri seríu The Crown og er einnig í viðræðum við leikstjórann Damien Chazelle, sem leikstýrði La la Land, um hlutverk í hans næstu mynd, First Man þar sem Ryan Gosling bregður sér í hlutverk Neil Armstrong.
