Græðum meira en aðrir á Airbnb Snærós Sindradóttir skrifar 29. maí 2017 06:00 Um 75 prósent allra Airbnb íbúða í Reykjavík eru staddar í miðbæ, hlíðum og vesturbæ. Vísir/Eyþór Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu. Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Íslenskir gestgjafar græða meira á Airbnb en kollegar þeirra í öðrum löndum eða að meðaltali 16.500 dollara, sem jafngildir 1,6 milljón króna, á ári á hverja íbúð í miðbænum. Heildartekjur reykvískra gestgjafa voru 5,3 milljarðar króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í tölum frá dr. Jeroen A. Oskam sem rannskað hefur framtíðarþróun í ferðaþjónustu og stýrir Framtíðarstofnun ferðaþjónustunnar við Stendan-háskóla í Hollandi. Oskam heldur erindi um áhrif Airbnb á fundi á vegum Samtaka ferðaþjónustunnar á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum Oskam græða íslenskir Airbnb-gestgjafar að meðaltali um 3.500 Bandaríkjadölum meira á ári en næst gróðahæstu gestgjafar heims, í Westminster-hverfinu í London. Gestgjafar í Barcelona, sem hefur notið gríðarlega mikils ferðamannastraums um margra ára bil, græða um 8.600 dollara á ári, tæplega helmingi minna en íslenskir gestgjafar. „Það sem kemur mest á óvart varðandi Reykjavík er að miðað við hvað þetta er lítil borg þá er hlutfall gesta sem nota Airbnb í engu samræmi við aðrar borgir. Árið 2015 var 1,1 milljón Airbnb-gesta í Amsterdam en á sama tíma voru Airbnb-gestir um 200 þúsund í Reykjavík. Reykjavík er einn sjötti af stærð Amsterdam,“ segir Oskam. Aukningin á milli ára var gríðarleg, en samkvæmt Oskam nýttu 380 þúsund manns sér Airbnb-gistingu í Reykjavík á síðasta ári. Um 75 prósent allra Airbnb-íbúða í Reykjavík eru í Miðbæ, Vesturbæ og Hlíðum. „Þetta hefur neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Húsnæðisverð hækkar því leigjendur eru í beinni samkeppni við ferðamannastrauminn.“ Smæð Reykjavíkur reynist erfið til að finna raunhæfan samanburð við aðrar evrópskar borgir en sem dæmi má nefna að miðbær Rotterdam, með 616 þúsund íbúa, og Haag, með 510 þúsund íbúa, hafa síðustu ár verið með meira en helmingi færri gesti í Airbnb-gistingu en Reykjavík. Yfir 5.000 íbúðir eru til útleigu á Airbnb í Reykjavík en yfir helmingur, 51,3 prósent, þeirra sem standa í útleigu bjóða fleiri en eina íbúð til leigu.
Airbnb Húsnæðismál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Hætta með spilakassa á Ölveri Vara við „Lafufu“ Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira