Mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Höskuldur Kári Schram skrifar 26. maí 2017 21:34 Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir. Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir.
Alþingi Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira