Íslands- og bikarmeistarar Vals eru strax byrjaðir að safna liði fyrir átökin í Olís-deildinni næsta vetur.
Magnús Óli Magnússon er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Hlíðarendafélagið. Hann kemur til félagsins frá Ricoh í Svíþjóð.
Magnús Óli lék með FH áður en hann fór utan til Svíþjóðar og héldu margir að leið hans lægi aftur í Krikann. Svo var nú aldeilis ekki því hann tók stefnuna á Hlíðarenda.
