Þetta eru vinsælustu skórnir í Bandaríkjunum Ritstjórn skrifar 26. maí 2017 08:30 Glamour/Getty Þetta er tími strigaskónna og kærkomið að klæða sig í léttari skóbúnað. En hvaða skór ætli séu vinsælastir? Merkin skipta þessu vanalega á milli sín en könnun sem vefsíðan Refinery29 gerði á tískumiðaða samfélagsmiðlinum Polyvore sýndi að hinir klassísku strigaskór Converse voru vinsælustu skórnir í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Það á svo sem ekki að koma á óvart því þessir léttu skór eru bókstaflega fyrir alla, óháð kyni og aldri, og passa við allt. Svo eru þeir á einkar hagstæðu verði úti eða um 55 dollarar fyrir parið (sem gerir um 5.600 íslenskar krónur). Ef þú átt ekki eitt Converse par í skápnum þá skaltu íhuga að fjárfesta í eins og einu pari, þeir virðast ekki ætla að detta úr tísku í bráð. Og ef þú átt eina inn í skáp eru hér hugmyndir um hvernig skal klæða skóbúnaðinn vinsæla frá tískuspekingum. Glamour Tíska Mest lesið Götutískan í London leggur línurnar fyrir karlana Glamour Rauði dregillinn á tónlistarverðlaunum MTV Glamour Stolið frá körlunum Glamour Hittu leikarana úr Skam Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour
Þetta er tími strigaskónna og kærkomið að klæða sig í léttari skóbúnað. En hvaða skór ætli séu vinsælastir? Merkin skipta þessu vanalega á milli sín en könnun sem vefsíðan Refinery29 gerði á tískumiðaða samfélagsmiðlinum Polyvore sýndi að hinir klassísku strigaskór Converse voru vinsælustu skórnir í öllum 50 ríkjum Bandaríkjanna. Það á svo sem ekki að koma á óvart því þessir léttu skór eru bókstaflega fyrir alla, óháð kyni og aldri, og passa við allt. Svo eru þeir á einkar hagstæðu verði úti eða um 55 dollarar fyrir parið (sem gerir um 5.600 íslenskar krónur). Ef þú átt ekki eitt Converse par í skápnum þá skaltu íhuga að fjárfesta í eins og einu pari, þeir virðast ekki ætla að detta úr tísku í bráð. Og ef þú átt eina inn í skáp eru hér hugmyndir um hvernig skal klæða skóbúnaðinn vinsæla frá tískuspekingum.
Glamour Tíska Mest lesið Götutískan í London leggur línurnar fyrir karlana Glamour Rauði dregillinn á tónlistarverðlaunum MTV Glamour Stolið frá körlunum Glamour Hittu leikarana úr Skam Glamour Slær enn eitt metið á Instagram Glamour Guli kjóll Beyonce sem allir eru að tala um Glamour Stóra litablað Glamour er komið út Glamour Anna Wintour og Amy Schumer skiptast á hlutverkum Glamour Í fyrsta sinn verður transkona andlit L'Oreal Glamour Naglatrend: Grafísk munstur á neglur Glamour