Fjármálaráðherra hefur auknar áhyggjur af vaxandi styrk krónunnar Heimir Már Pétursson skrifar 24. maí 2017 18:35 Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson. Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Fjármálaráðherra lýsti miklum áhyggjum af stöðugri styrkingu krónunnar á Alþingi í dag og sagði ljóst að vandi útflutingsgreina héldi áfram að aukast með áframhaldandi styrkingu hennar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ráðherra og ríkisstjórnina fyrir úrræðaleysi og auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í peningamálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti eftir stefnu fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar í gjaldmiðils- og peningamálum í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Fjármálaráðherra sagði í fjölmiðlum í fyrradag að staðan í gjaldmiðilsmálum væri svo alvarleg að við yrðum að horfa á mjög róttækar lausnir. Eða samkvæmt orðum hæstvirts fjármálaráðherra, við gætum ekki haft þennan fljótandi gjaldmiðil. Þetta ætti ekki að vera rússibanareið,“ sagði Katrín og spurði hvort ráðherrann væri að tala um að taka upp fastgengisstefnu með tengingu við annan gjaldmiðil eða inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Hvaða róttæku lausnir á hæstvirtur ráðherra við? Því hæstvirtur ráðherra hefur líka látið hafa eftir sér að núverandi fyrirkomulag gjaldmiðlamála sé ónýtt,“ sagði Katrín. Benedikt Jóhannesson fjármálaáðherra sagði grafalvarlegt mál þegar gengi krónunnar breyttist svo hratt sem verið hafi undanfarin tvö ár. Seðlabanki og stjórnvöld hafi brugðist við með ýmsum hætti. „Það er ekkert leyndarmál að stefna Viðreisnar fyrir kosningar var að skoða myntráð. Það er leið sem við höfum verið að kynna fyrir öðrum og ég veit að margir hafa skoðað af áhuga,“ sagði Benedikt. Nefnd á vegum stjórnvalda væri að endurskoða peningamálastefnuna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði í grein í Markaði Fréttablaðsins í dag þar sem fram kæmi að erlendir fjárfestar væru byrjaðir að kaupa íslensk ríkisskuldabréf á ný til að hagnast á vaxtamun og hafi keypt fyrir nokkra milljarða í þessum mánuði. En þau viðskipti hafi að mestu lagst af vegna aðgerða fyrri stjórnavalda í júní 2016. „Langar mig að spyrja ráðherra af því hvort hann telji að vaxtamunaviðskipti hafi átt drjúgan þátt í að efnahagslífið á Íslandi fór á hliðina haustið 2008? Og þá hvort hann telji ástæðu til að grípa til aðgerða til að sporna við þessum viðskiptum sem nú eru aftur hafin,“ sagði Sigurður Ingi. Fjármálaráðherra sagði rétt að Viðreisn hefði ein flokka boðað upptöku myntráðs eða tengingu krónunnar við erlendan gjaldmiðil og minnti aftur á að nefnd á vegum stjórnvalda væri að móta nýja stefnu í peningamálum. „Þeim mun lengur sem krónan heldur áfram að styrkjast, þeim mun erfiðara verður ástandið fyrir útflutnings atvinnuvegina. Ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu. Ég hafði áhyggjur af þessu í kosningabaráttunni, eftir kosningar og þær áhyggjur hafa ekki minnkað,“ sagði Benedikt Jóhannesson.
Alþingi Tengdar fréttir Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00 Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Stýrivextir ekki lægri í tvö ár Stýrivextir voru lækkaðir um 25 punkta í morgun og eru nú 4,75%. Lægri hafa þeir ekki veriðí tvö ár. Seðlabankastjóri segir mögulegt að vextir verði lækkaðir enn frekar þrátt fyrir að hagvöxtur sé í hæstu hæðum. 17. maí 2017 20:00
Vaxtamunarviðskipti hefjast á ný eftir tíu mánaða frost Innflæði fjármagns vegna fjárfestinga erlendra aðila í ríkisskuldabréfum er hafið á ný eftir að það stöðvaðist alfarið þegar Seðlabanki Íslands virkjaði sérstakt fjárstreymistæki í júní 2016. 24. maí 2017 08:00
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30