Kjararáð hækkar laun forstjóra opinberra stofnanna afturvirkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2017 08:21 Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, en laun hans hækka afturvirkt um rúmar 400 þúsund krónur. Vísir/GVA Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Kjararáð úrskurðaði fyrr í mánuðinum að laun forstjóra þriggja opinberra stofnanna, það er Umhverfisstofnunar, Orkustofnunar og Landsnets hf., skyldu leiðrétt afturvirkt um allt að 17 mánuði. Þannig hækka laun forstjóra Umhverfisstofnunar og Orkustofnunar afturvirkt frá og með 1. janúar 2016 og verða tæpar 1,4 milljónir króna á mánuði. Laun forstjóra Landsnets hækka frá og með 1. maí 2016 og verða tæpar 1,6 milljónir króna á mánuði en voru tæpar 1,2 milljónir króna. Í úrskurði kjararáðs vegna launa forstjóra Umhverfisstofnunar kemur fram að kjör forstjórans hafi síðast verið ákveðin á árinu 2007 en hafa síðan tekið breytingum í samræmi við almennar breytingar kjararáðs.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.vísir/gvaEkki kemur fram hver laun forstjórans voru fyrir úrskurð kjararáðs nú en í bréfi forstjóra Umhverfisstofnunar frá því í október 2015 fer hann fram á að launin verði endurmetin með hliðsjón af aukinni ábyrgð sem komið hafi til frá því að kjörin voru síðast ákveðin. Forstjóri Umhverfisstofnunar er Kristín Linda Árnadóttir. Mánaðarlaun hennar eftir úrskurð Kjararáðs eru 989.836 krónur auk 40 eininga sem greiddar eru fyrir yfirvinnu á mánuði en fyrir hverja einingu eru greiddar 9.572 krónur, alls 382.880 krónur. Kjör orkumálastjóra, Guðna A. Jóhannessonar, verða þau sömu og kjör forstjóra Umhverfisstofnunar en orkumálastjóri fer fyrir Orkustofnun.Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri.Orkumálastjóri sendi kjararáði bréf í ágúst 2015 þar sem sagði meðal annars að Orkustofnun „hafi breyst úr ráðgefandi stofnun í að taka sjálfstætt ábyrgð á viðamiklum og krefjandi stjórnsýsluverkefnum á verksviði stofnunarinnar.“ Tók hann dæmi um eftirlit með leit að olíu og gasi sem nýjan og krefjandi þátt í starfseminni. Í úrskurði kjararáðs kemur ekki fram hver laun orkumálastjóra voru fyrir þessi afturvirku hækkun en ráðið hefur ekki tekið ákvörðun um launin frá því mars 2003. Þau hafa hins vegar síðan tekið bretingum í samræmi við almennar ákvarðanir kjararáðs en verða nú tæpar 1,4 milljónir króna eins og áður segir. Laun forstjóra Landsnets hækka svo um rúmar 400 þúsund krónur afturvirkt frá 1. maí 2016. Fram kemur í úrskurði kjararáðs að formaður stjórnar Landsnets hafi sent kjararáði bréf í apríl 2016 þar sem þess var óskað að laun forstjórans yrðu endurskoðuð. Var meðal annars vísað í breytingar á raforkulögum sem gerð voru í júlí 2015 og höfðu í för með sér „verulega viðbót við starfsskyldur forstjóra og aukið vinnuálag umtalsvert.“ Forstjórinn sendi kjararáði jafnframt bréf og tók undir sjónarmið stjórnarinnar um endurskoðun launa hans og voru þau því hækkuð nú eins og áður segir og eru tæpar 1,6 milljónir króna. Forstjóri Landsnets er Guðmundur Ingi Ásmundsson.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira