Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri 24. maí 2017 07:00 Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. vísir/epa Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53