Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Haraldur Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Dyr verslunar Costco í Kauptúni í Garðabæ opnuðu í gær og var margt um manninn. vísir/anton brink Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Costco á Íslandi selur hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur eða fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar. Framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar bendir á að Costco þarf að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt hingað til lands. Vatnið frá Costco er selt undir þekktasta vörumerki bandaríska verslunarrisans eða Kirkland. Í verslun Costco í Kauptúni í Garðabæ kostar magnpakkning með 40 hálfslítraflöskum 449 krónur. Hver flaska kostar því 11,2 krónur en taka ber fram að einstaklingsaðild hjá Costco kostar 4.800 krónur á ári. „Við vorum búin að heyra af þessu verði en það geta allir komið með allar einnota drykkjarumbúðir til okkar og fengið sextán króna skilagjaldið,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, í samtali við Fréttablaðið. „Ríkið innheimtir skilagjaldið fyrir okkur og greiðir okkur og við endurgreiðum viðskiptavinum sem skila flöskum inn til okkar. Það er í landslögum að fyrirtæki skuli greiða þetta og eftir því sem ég best veit eru Costco löghlýðnir aðilar og greiða þessar sextán krónur fyrir hverja flösku. Gjaldið er greitt þegar varan kemur til landsins og ríkið rukkar fyrir okkar hönd. Þetta er eins og önnur innheimt gjöld af innflutningi. Hugsanlega hefur eitthvað misfarist hjá Costco í álagningu en kannski vilja þeir selja þetta undir kostnaðarverði,“ segir Helgi. Aðspurður hvort hann telji að flöskum sem skilað er inn til Endurvinnslunnar muni fjölga með verðlagningu Costco segist Helgi ekki eiga von á því. „Mun þetta ekki bara færast frá öðrum söluaðilum. Ég er ekki að sjá að við förum að drekka meira en áður.“ Brett Vigelskas, verslunarstjóri Costco á Íslandi, vildi ekki tjá sig um verðlagninguna á vatninu þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Sagðist hann vilja einbeita sér að fyrsta opnunardegi verslunarinnar og að spurningum tengdum vöruverði yrði svarað síðar.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Forstjóri Ölgerðarinnar: Kemur ekki til greina að elta Costco Eigendur Ölgerðarinnar juku hlutafé fyrirtækisins um 1,6 milljarða króna í apríl þegar það keypti höfuðstöðvarnar við Grjótháls. Hagnaðurinn í fyrra nam 800 milljónum, stefnt er að stækkun húsnæðisins. 24. maí 2017 07:15