MotoGP heimsmeistarinn Nicky Hayden látinn Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 16:49 Nicky Hayden lenti í slysi á miðvikudaginn og lést af meiðslum sínum í kjölfarið. Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent
Nicky Hayden, sem varð heimsmeistari í MotoGP mótorhjólakeppnisröðinni árið 2006 er látinn 35 ára að aldri. Hayden lenti í árekstri við bíl á reiðhjóli á Ítalíu á miðvikudaginn síðasta og var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, en lést af sárum sínum um helgina. Nicky Hayden var frá Bandaríkjunum og var stundum nefndur „The Kentucky Kid“, en hann er síðasti Bandaríkjamaður sem unnið hefur MotoGP keppnisröðina. Árið sem hann vann MotoGP keppnisröðina háði hann mikla rimmu við hinn ennþá frægari ökumann Valentino Rossi og hafði betur á endanum. Nicky Hayden byrjaði að aka mótorhjóli sem smákrakki og fékk mikinn stuðning foreldra sinna við mótorhjólaáhuga sinn. Nicky Hayden var ávallt með keppnisnúmerið 69 og sagði sjálfur að það væri vegna þess að hann dytti svo oft á hjólinu, en með þetta númer skipti ekki máli hvort hann snéri upp eða niður. Hayden keppti ávallt fyrir Honda, vann MotoGP titilinn á Honda hjóli og hafði frá því í fyrra keppt í World Superbike keppnisröðinni í Red Bull Honda World Superbike-liðinu.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent