Búningar liðanna í NBA-deildinni í körfubolta hafa verið afar mismunandi í gegnum tíðina og mörg félög hafa gengið í gegnum hverja breytinguna á fætur annarri.
Körfuboltaáhugafólk á sér örugglega sinn uppáhaldsbúning hjá sínu félagi eða sínum leikmanni og margir hafa verslað sér slíkan búning á ævinni.
En hver er sá besti frá upphafi? ESPN lét á þetta reyna og valdi besta NBA-búning allra tíma og birti umfjöllun um valið á heimasíðu sinni.
Fyrir valinu varð búningur San Francisco Warriors seint á sjöunda áratugnum. Hvort sem það var vegna skorts á litmyndum í ljósmyndasafni ESPN þá var besti búningur allra tíma sýndir í svarthvítu.
San Francisco Warriors búningurinn var með Golden Gate brúna framan á sér og hann var einnig merktur „The City“. San Francisco Warriors varð eins og kunnugt er að Golden State Warriors árið 1971.
Í öðru sæti varð síðan mjög litríkur búningur New York Nets á áttunda áratugnum þegar Dr. J, Julius Erving, var í aðalhlutverki hjá liðinu og í þriðja sæti lenti síðan búningur Atlanta Hawks á níunda áratugnum þegar Dominique Wilkins bauð upp á hvern tilþrifapakkann á fætur öðrum.
Allir búningar Boston Celtics liðsins í sögunni tóku síðan fjórða sætið á undan Washington Bullets búningunum á áttunda áratugnum.
Eini núverandi búningurinn sem kemst inn á topp tíu listann er búningur Phoenix Suns. Það freistast eflaust margir að kaupa hann enda liðið uppfullt af ungum framtíðarstjörnum NBA-deildarinnar.
Það er hægt að sjá umfjöllun ESPN um bestu búningana með því að smella hér.
ESPN búið að velja besta NBA-búning allra tíma
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti

Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn
