Rafmagnsmótorhjól með 650 km drægni Finnur Thorlacius skrifar 22. maí 2017 09:47 Lightning LS-218 rafmagnsmótorhjól. Síaukin drægni á ekki bara við rafmagnsbíla heldur einnig rafmagnsmótorhjól. Lightning Motorcycles hefur framleitt mótorhjól sem kemst 650 km á fullri hleðslu. Þetta ætlar Lightning Motorcycles að sanna með því að aka hjólinu á milli Los Angeles og San Francisco seinna í sumar. Lightning Motorcycles á hraðaheimsmet á rafmagnsmótorhjóli og náði það 350 km hraða. Ennfremur á Lightning Motorcycles heimsmet í drægni rafmagnsmótorhjóla og komst 485 km árið 2015 á Zero S hjóli fyrirtækisins. Mótorhjól Lightning Motorcycles sem kemst 650 á hleðslunni er ekki enn komið í fjöldaframleiðslu heldur er aðeins um að ræða tilraunahjól sem fært er um að komast svo langa vegalengd. Lightning Motorcycles hóf framleiðslu rafmagnsmótorhjóla fyrir um 10 árum síðan, en þá breytti það Yamaha R1 hjóli í rafmagnsmótorhjól. Árið 2012 náði ökumaður á hjóli frá Lightning Motorcycles að vinna Laguna Seca FIM ePower keppnina meðal rafmagnsmótorhjóla og árið 2013 vann hjól frá Lightning Motorcycles keppni upp Pikes Peak fjallið á meðal mótorhjóla og eru þá öll mótorhjól meðtalin. Langdrægasta mótorhjól Lightning Motorcycles, Lightning LS-218 kostar 38.888 dollara, eða 3,9 milljónir króna, en fyrirtækið hyggst setja á markað minna hjól með minni drægni sem kosta á undir 20.000 dollara og ætti því að vera á færi fleiri kaupenda. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent
Síaukin drægni á ekki bara við rafmagnsbíla heldur einnig rafmagnsmótorhjól. Lightning Motorcycles hefur framleitt mótorhjól sem kemst 650 km á fullri hleðslu. Þetta ætlar Lightning Motorcycles að sanna með því að aka hjólinu á milli Los Angeles og San Francisco seinna í sumar. Lightning Motorcycles á hraðaheimsmet á rafmagnsmótorhjóli og náði það 350 km hraða. Ennfremur á Lightning Motorcycles heimsmet í drægni rafmagnsmótorhjóla og komst 485 km árið 2015 á Zero S hjóli fyrirtækisins. Mótorhjól Lightning Motorcycles sem kemst 650 á hleðslunni er ekki enn komið í fjöldaframleiðslu heldur er aðeins um að ræða tilraunahjól sem fært er um að komast svo langa vegalengd. Lightning Motorcycles hóf framleiðslu rafmagnsmótorhjóla fyrir um 10 árum síðan, en þá breytti það Yamaha R1 hjóli í rafmagnsmótorhjól. Árið 2012 náði ökumaður á hjóli frá Lightning Motorcycles að vinna Laguna Seca FIM ePower keppnina meðal rafmagnsmótorhjóla og árið 2013 vann hjól frá Lightning Motorcycles keppni upp Pikes Peak fjallið á meðal mótorhjóla og eru þá öll mótorhjól meðtalin. Langdrægasta mótorhjól Lightning Motorcycles, Lightning LS-218 kostar 38.888 dollara, eða 3,9 milljónir króna, en fyrirtækið hyggst setja á markað minna hjól með minni drægni sem kosta á undir 20.000 dollara og ætti því að vera á færi fleiri kaupenda.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent