
Anton og Jónas dæma oddaleikinn

Anton og Jónas, sem eru fremsta dómarapar okkar Íslendinga, dæmdu einnig fyrsta og fjórða leikinn í einvíginu. Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson dæmdu annan leikinn og Heimir Örn Árnason og Sigurður Hjörtur Þrastarson þann þriðja.
Eftirlitsmenn í oddaleiknum í dag eru hinir þrautreyndu Guðjón L. Sigurðsson og Kristján Halldórsson.
Leikur FH og Vals fer fram í Kaplakrika og hefst klukkan 16:00.
Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Tengdar fréttir

Guðlaugur: Dóri náði að koma pressu á dómarana
Guðlaugur Arnarsson annar af þjálfurum Vals var svekktur eftir að Valsmenn misstu af tækifærinu að fagna Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli í kvöld. FH lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en þeir leiddu 19-12 í hálfleik.

Halldór Jóhann: Finnst þetta algjört kjaftæði
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var ánægður með sigurinn á Val að Hlíðarenda í kvöld sem tryggir hans mönnum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn.

Oddaleikur er enginn venjulegur leikur
FH og Valur leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í Kaplakrika á morgun. Fréttablaðið ber í dag saman leikstöðurnar og bestu leikmennina hjá þessum tveimur jöfnu liðum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 25-30 | FH tryggði sér oddaleik
FH tryggði sér oddaleik í úrslitarimmu Olís-deildar karla með mögnuðum sigri á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik á sunnudaginn í Kaplakrika.

Tveir af efnilegustu handboltamönnum landsins fengu báðir 10 fyrir frammistöðuna í gær
Tveir ungir framtíðarlandsliðsmenn Íslands voru í aðalhlutverki í fjórða leik FH og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild karla í handbolta sem fram fór í Valshöllinni á Hlíðarenda í gær.

Oddaleikjaveislan heldur áfram
FH-ingar tryggðu sér hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli sínum í Kaplakrika með því að vinna fimm marka sigur á Val í gærkvöldi í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi Olís-deildar karla.

Er Halldór Jóhann að fara sömu leið að titlinum og vorið 2013?
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, stýrði sínum mönnum inn í hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í gær.