Innlent

Fyrirtækin berjist fyrir íslenskunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Flugvél Flugfélags Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect, tekur á loft á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Flugfélags Íslands, sem nú heitir Air Iceland Connect, tekur á loft á Reykjavíkurflugvelli. vísir/gva
Íslensk tunga á sannarlega í vök að verjast, segir í ákalli frá Íslenskri málnefnd. Nefndin heitir á forystumenn í íslensku atvinnulífi og stjórnendur íslenskra fyrirtækja, stórra sem smárra, að beita áhrifamætti sínum og ganga heils hugar í lið með þeim sem berjast fyrir lífi íslenskrar tungu.

Ákallið er sent í tilefni þess að á dögunum var nafn Flugfélags Íslands lagt niður og tekið hefur verið upp nafnið Air Iceland Conn­ect. Íslensk málnefnd segir að þessi nafnabreyting sé fjarri því að vera einsdæmi. Fjöldamörg íslensk fyrirtæki starfi undir enskum heitum.


Tengdar fréttir

Flugfélag Íslands skiptir um nafn

Flugfélag Íslands mun frá og með deginum í dag taka upp nýtt nafn, Air Iceland Connect. Mun flugfélagið, sem hefur hingað til heitið Air Iceland á ensku, hætta að nota nafnið Flugfélag Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×