Bjarkey: Hver er þessi freki karl sem öllu ræður? Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. maí 2017 11:11 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður VG. Vísir/Vilhelm Þau voru stór orðin sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lét falla í eldhúsdagsumræðum í gær um freka manninn svokallaða og hann verður að útskýra þau nánar, sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í störfum þingsins í morgun. „Hver er það sem vill ekki breyta, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Bjarkey. Benedikt sagði í ræðu sinni í gær að stundum sé útlit fyrir að náttúrulögmál ríki hér á landi um að engu megi breyta í samfélaginu. Þá hafi Íslendingar áður fyrr fylgt orðatiltækinu: „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ en að landsmenn segi í dag: „Freki karlinn ræður, freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt,” sagði Benedikt.Tilbúin til að aðstoða í erfiðleikum Bjarkey sagði stjórnarandstöðuna þurfa að fá að vita hver þessi freki karl sé og bauð fram aðstoð hennar – ef í harðbakka skyldi slá í stjórnarsamstarfinu. Hún sagði hins vegar að við fyrstu sýn sé útlit fyrir að Benedikt hafi verið að tala um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. „Það er alveg ljóst, og það sjá það allir sem vilja sjá, að það er ágreiningur uppi í ríkisstjórninni. Þau eru ekki samstíga, þau eru ekki að fara sömu leið hvert með öðru, haldast allavega ekki í hönd. Það er alveg augljóst,“ sagði Bjarkey. „Og auðvitað þarf ráðherra að skýra við hvern hann á, því ef hann á ekki við um forsætisráðherra og þá fylginauta sem eru með honum í ríkisstjórn þá þurfum við að vita hver það er sem hamlar því að hér sé hægt að koma á góðum breytingum.“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þau voru stór orðin sem Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra lét falla í eldhúsdagsumræðum í gær um freka manninn svokallaða og hann verður að útskýra þau nánar, sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í störfum þingsins í morgun. „Hver er það sem vill ekki breyta, hæstvirtur ráðherra?“ spurði Bjarkey. Benedikt sagði í ræðu sinni í gær að stundum sé útlit fyrir að náttúrulögmál ríki hér á landi um að engu megi breyta í samfélaginu. Þá hafi Íslendingar áður fyrr fylgt orðatiltækinu: „Sá vægir sem vitið hefur meira,“ en að landsmenn segi í dag: „Freki karlinn ræður, freki karlinn sem engu vill breyta og allt þykist vita. Hann segir: Þó að allt stefni í óefni skulum við aldrei, aldrei víkja frá þeirri stefnu sem ég hef ákveðið að sé rétt,” sagði Benedikt.Tilbúin til að aðstoða í erfiðleikum Bjarkey sagði stjórnarandstöðuna þurfa að fá að vita hver þessi freki karl sé og bauð fram aðstoð hennar – ef í harðbakka skyldi slá í stjórnarsamstarfinu. Hún sagði hins vegar að við fyrstu sýn sé útlit fyrir að Benedikt hafi verið að tala um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. „Það er alveg ljóst, og það sjá það allir sem vilja sjá, að það er ágreiningur uppi í ríkisstjórninni. Þau eru ekki samstíga, þau eru ekki að fara sömu leið hvert með öðru, haldast allavega ekki í hönd. Það er alveg augljóst,“ sagði Bjarkey. „Og auðvitað þarf ráðherra að skýra við hvern hann á, því ef hann á ekki við um forsætisráðherra og þá fylginauta sem eru með honum í ríkisstjórn þá þurfum við að vita hver það er sem hamlar því að hér sé hægt að koma á góðum breytingum.“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira