Fótbolti

Glíma við ógnarsterka króatíska miðju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar er klár í bátana.
Aron Einar er klár í bátana. vísir/ernir
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson mun fá að glíma við einn besta miðjumann heims, Luka Modric, á morgun en sleppur við Ivan Rakitic, miðjumann Barcelona, þar sem hann er meiddur.

„Rakitic var mjög góður gegn okkur úti og fann holurnar hjá okkur. Við vorum í vandræðum með hann,“ segir Aron Einar en veit ekki hversu gott er að losna við Rakitic því í stað hans kemur væntanlega annar miðjumaður Real Madrid, Mateo Kovacic.

„Hann var að vinna Meistaradeildina. Það er gríðarleg breidd og gæði. Það verður að koma í ljós hvort það vinni með okkur,“ sagði Aron Einar.

„Við þurfum fyrst og fremst að vera einbeittir og klókir. Þetta verður erfitt eins og alltaf gegn gæðaliði. Þekkjum þá vel og vonandi gerum við nógu vel núna til þess að taka þrjú stig.“


Tengdar fréttir

Leitum enn að sigurformúlunni

Heimir Hallgrímsson segir að undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Króatíu á morgun hafi verið mjög góður. Allir leikmenn heilir og hugarfar leikmanna sé eins og best verði á kosið. Strákarnir mæti því brattir til leiks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×