Leitum enn að sigurformúlunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2017 06:00 Hausverkur. Heimir klórar sér í hausnum þessa dagana og reynir að finna út hvernig eigi að vinna hið firnasterka lið Króatíu. Vonandi verður hann búinn að finna sigurformúluna á morgun. vísir/ernir „Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
„Það er alltaf gaman að sjá þessa stráka hittast. Þeir njóta þess að vera með hver öðrum og það er frábært að vera í svoleiðis hóp,“ segir jákvæður landsliðsþjálfari Heimir Hallgrímsson í aðdraganda stóra leiksins gegn Króötum á morgun. Það er mikið undir hjá strákunum því takist þeim að leggja Króatana að velli þá komast þeir upp að hlið þeirra á toppi riðilsins. Þetta er síðasti leikur leikmannanna fyrir sumarfrí og er eitthvað öðruvísi að undirbúa leik við slíkar aðstæður?Skrítinn tími „Það er alltaf svolítið skrítið að fá hóp saman á þessum tíma. Sumir eru búnir með sitt mót fyrir þrem til fjórum vikum síðan og það hlýtur að vera erfitt að vera kominn í frí en samt ekki kominn í frí. Þetta er því oft erfiður tími og í ljósi þess vildum við ekki taka vináttuleik. Það hefur oft vantað áhuga í vináttuleikjum á þessum tíma. Við vildum því frekar gefa leikmönnum meiri slaka og hafa undirbúninginn aðeins afslappaðri og gefa leikmönnum aðeins meira frelsi.“ Heimir hefur engu að síður verið með stóran hluta hópsins á æfingum í nokkurn tíma sem hann segir vera dýrmætt. „Við erum gríðarlega sáttir við strákana að hafa tekið þátt í þessu með okkur. Þeir skynja líka mikilvægi þessa leiks og eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar,“ segir Heimir en lykilmenn í hópnum eru sumir hverjir í litlu leikformi. Til að mynda hefur Birkir Bjarnason ekki spilað fótboltaleik í rúma þrjá mánuði.Engar áhyggjur af leikformi „Í upphafi hafði ég þó nokkrar áhyggjur af því en eftir að hafa verið með hann hér í þrjár vikur hef ég engar áhyggjur af honum. Svo verður auðvitað að koma í ljós hvernig hann er inn á vellinum. Við þekkjum allir hugarfar Birkis og það er alltaf til fyrirmyndar. Auðvitað vill maður að allir leikmenn séu að spila alla leiki en það er bara í fullkomnum heimi. Við verðum bara að taka á stöðunni eins og hún er í staðinn fyrir að væla yfir henni, það þýðir ekkert.“ Heimir segir að allir leikmenn liðsins séu í góðu standi fyrir leikinn og að undirbúningur hafi verið eins og best verður á kosið. Leikmenn tala af bjartsýni og trúa því að nú sé komið að þeim að vinna gegn Króatíu.Tókum skref í rétta átt „Við förum í alla leiki með það hugarfar að vinna. Leikirnir við Króata hafa verið okkur erfiðir. Sérstaklega fyrstu tveir leikirnir þar sem þeir voru klárlega bara betri. Við töldum okkur hafa tekið fínt skref í rétta átt í síðasta leik. Þeir skora úr langskotum og flest færi þeirra eru skot fyrir utan. Sóknarleikurinn var samt vissulega fátæklegri á kostnað góðs varnarleiks. Við erum að læra af reynslunni og reynum að taka eitt skref í viðbót,“ segir Heimir en hann hefur engar áhyggjur af því að leikmenn hafi ekki trúna sem þarf gegn þessu sterka liði.Mikið sjálfstraust „Ég hef ekki miklar áhyggjur. Við förum í leiki fullir af sjálfstrausti og vitum að árangur okkar á heimavelli er góður. Við töpuðum ekki á móti þeim hér síðast. Á meðan hugarfar strákanna er eins og það er þá er ekkert til að hafa áhyggjur af. Við vitum samt líka að við getum átt stórfínan leik en samt tapað. Það er eðlilegt því þeir eru með heimsklassalið. Við erum alltaf að leita að sigurformúlunni og vonandi finnst hún núna.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira