Fótbolti

Gylfi spilaði hring með Adam Scott

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Adam Scott er í 12. sæti á heimslistanum í golfi.
Adam Scott er í 12. sæti á heimslistanum í golfi. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er framúrskarandi kylfingur, með þrjá í forgjöf og er forfallinn áhugamaður um íþróttina. Bróðir hans, Ólafur Már, var lengi í hópi bestu kylfinga landsins og Gylfi segist nokkuð viss um að hann hefði getað orðið atvinnukylfingur hefði hann valið golfið fram yfir fótboltann.

„Ég hef nánast jafn gaman af golfi og fótbolta. Ég held að ég hefði getað reynt fyrir mér í golfi ef ég hefði æft það jafn mikið og fótbolta,“ segir Gylfi sem fylgist vel með PGA-mótaröðinni.

„Ég horfi talsvert á golf. Konan mín er ekkert sérstaklega ánægð með það,“ segir hann og hlær. „En ef það er ekkert annað í sjónvarpinu þá reyni ég að horfa, sérstaklega á stærstu mótin.“

Hann á nokkra kylfinga sem eru í uppáhaldi hjá honum, svo sem Ástralarnir Jason Day og Adam Scott. „Ég spilaði einu sinni með Adam Scott og held mikið upp á hann,“ segir Gylfi.


Tengdar fréttir

Var á golfvellinum tólf tíma á dag

Gylfi Þór Sigurðsson kemur endurnærður inn í landsleik Íslands og Króatíu eftir verðskuldað frí að loknu strembnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Hann notar golf til að kúpla sig út úr fótboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×