Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld.
Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Evrópumeistarar Portúgals unnu 0-3 útisigur á Lettlandi í B-riðli.
Ronaldo varð Evrópumeistari með Real Madrid um síðustu helgi en hann sýndi engin þreytumerki í Ríga í kvöld og skoraði tvívegis og lagði svo þriðja mark Portúgala upp fyrir André Silva.
Portúgal er í 2. sæti riðilsins með 15 stig, þremur stigum á eftir toppliði Sviss sem vann 0-2 sigur á Færeyjum í Þórshöfn.
Í þriðja leik B-riðils vann Andorra afar óvæntan sigur á Ungverjalandi, 1-0.
Ola Toivonen tryggði Svíum sigur á Frökkum í A-riðli með ótrúlegu marki.
Svíþjóð og Frakkland eru bæði með 13 stig í riðlinum, þremur stigum á undan Hollandi sem er í 3. sætinu.
Hollendingar rúlluðu yfir Lúxemborgara í Rotterdam, 5-0. Arjen Robben, Wesley Sneijder, Giorginio Wijnaldum, Quincy Promes og Vincent Janssen (víti) skoruðu mörk hollenska liðsins.
Í sama riðli vann Hvíta-Rússland góðan sigur á Búlgaríu, 2-1, á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Hvít-Rússa í undankeppninni.
Belgar eru í afar góðri stöðu í H-riðli eftir 0-2 útisigur á Eistum. Dries Mertens og Nacer Chadli skoruðu mörk belgíska liðsins sem er með fjögurra stiga forskot á toppi riðilsins.
Liðin í 2. og 3. sæti, Bosnía og Grikkland, gerðu markalaust jafntefli í Zenica.
Þá vann Kýpur 1-2 sigur á Gíbraltar.
Úrslitin í kvöld:
A-riðill:
Svíþjóð 2-1 Frakkland
0-1 Olivier Giroud (37.), 1-1 Jimmy Durmaz (43.), 2-1 Ola Toivonen (90+3.).
Holland 5-0 Lúxemborg
1-0 Arjen Robben (21.), 2-0 Wesley Sneijder (34.), 3-0 Giorginio Wijnaldum (62.), 4-0 Quincy Promens (70.), 5-0 Vincent Janssen, víti (84.).
Hvíta-Rússland 2-1 Búlgaría
1-0 Mikhail Sivakov, víti (33.), 2-0 Pavel Savitski (80.), 2-1 Georgi Kostadinov (90+1.).
B-riðill:
Lettland 0-3 Portúgal
0-1 Cristiano Ronaldo (41.), 0-2 Ronaldo (63.), 0-3 André Silva.
Færeyjar 0-2 Sviss
0-1 Granit Xhaka (36.), 0-2 Xherdan Shaqiri (59.).
Andorra 1-0 Ungverjaland
1-0 Marc Rebés
H-riðill:
Eistland 0-2 Belgía
0-1 Dries Mertens (31.), 0-2 Nacer Chadli (86.).
Bosnía 0-0 Grikkland
Gíbraltar 1-2 Kýpur
0-1 Roy Chipolina, sjálfsmark (10.), 1-1 Anthony Hernandez (30.), 1-2 Pieros Sotiriou (87.).
