Þar frumsýndu þau nýja lookbook fyrir millilínu sína, resort 2018 en fyrirsætan er engin önnur en hin 78 ára Veruschka von Lehndorff, fyrirsæta sem hefur upp á síðkastið verið með góða endurkomu á tískupöllunum. Andi línunnar snýst um persónulegan stíl og því mátti hún stílisera sig sjálf en við verðum að segja að útkoman er ansi góð.
Nokkur draumadress þarna fyrir næsta vetur - leggings, hettupeysur, góð litasamsetning og hæfilegt af fylgihlutum til að poppa upp á útkomuna. Getum við fengið þessar rauðu leðurbuxur núna?






