Þurfa ekki samþykki allra til að leigja út íbúðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. júní 2017 21:59 Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. Vísir/Anton Brink Hæstiréttur sýknaði í dag hjón, sem eru eigenda þriggja íbúða að Vatnsstíg 15,19 og 21 í Skuggahverfinu, af kæru Húsfélagsins 101 Skuggahverfi-1. Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt húsfélaginu í vil, en íbúar höfðu kvartað undan ónæði sem hlaust af útleigu á íbúðunum.Sjá einnig: Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Húsfélagið nær yfir húsasamstæðurnar að Lindargötu 31 og 33, Vatnsstíg 13, 15, 17, 19 og 21 og Skúlagötu 12, sem skiptist í átta matshluta. Nánar tiltekið er um að ræða sjö hús með 79 íbúðum og eru eigendur þeirra 112 talsins.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Vatnsstígur 15, 19 og 21 væru sjálfstæðar húsfélagsdeildir innan húsfélagsins. Þar sem um sameiginleg innri málefni viðkomandi húsfélagsdeilda var að ræða en ekki málefni sem beindust að hagsmunum í sameign allra gat ekki komið til álita að hjónin þyrftu að leita samþykkis félagsmanna húsfélagsins utan umræddra húsfélagsdeilda fyrir útleigu íbúðanna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er húsfélaginu einnig skylt að greiða hjónunum allan málskostnað, eða um tvær og hálfa milljón króna.„Þetta þýðir það að málið er nánast á byrjunarreit að því undanskyldu þó að menn vita að þetta er málefni hverrar húsfélagsdeildar en ekki húsfélags í heild,“ segir Valtýr Sigurðsson, lögmaður húsfélagsins, í samtali við Vísi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Héraðsdómur segir samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi þurfa til að heimilt sé að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Hæstiréttur sýknaði í dag hjón, sem eru eigenda þriggja íbúða að Vatnsstíg 15,19 og 21 í Skuggahverfinu, af kæru Húsfélagsins 101 Skuggahverfi-1. Húsfélagið vildi fá það staðfest að hjónunum væri óheimilt að leigja íbúðirnar út til gistingar án samþykkis allra félagsmanna húsfélagsins. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt húsfélaginu í vil, en íbúar höfðu kvartað undan ónæði sem hlaust af útleigu á íbúðunum.Sjá einnig: Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Húsfélagið nær yfir húsasamstæðurnar að Lindargötu 31 og 33, Vatnsstíg 13, 15, 17, 19 og 21 og Skúlagötu 12, sem skiptist í átta matshluta. Nánar tiltekið er um að ræða sjö hús með 79 íbúðum og eru eigendur þeirra 112 talsins.Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Vatnsstígur 15, 19 og 21 væru sjálfstæðar húsfélagsdeildir innan húsfélagsins. Þar sem um sameiginleg innri málefni viðkomandi húsfélagsdeilda var að ræða en ekki málefni sem beindust að hagsmunum í sameign allra gat ekki komið til álita að hjónin þyrftu að leita samþykkis félagsmanna húsfélagsins utan umræddra húsfélagsdeilda fyrir útleigu íbúðanna. Samkvæmt dómi Hæstaréttar er húsfélaginu einnig skylt að greiða hjónunum allan málskostnað, eða um tvær og hálfa milljón króna.„Þetta þýðir það að málið er nánast á byrjunarreit að því undanskyldu þó að menn vita að þetta er málefni hverrar húsfélagsdeildar en ekki húsfélags í heild,“ segir Valtýr Sigurðsson, lögmaður húsfélagsins, í samtali við Vísi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00 Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Héraðsdómur segir samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi þurfa til að heimilt sé að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. 11. apríl 2016 07:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Gæti breytt miklu fyrir Airbnb-gestgjafa Þess er beðið að dómur falli í Hæstarétti sem gæti haft veruleg hamlandi áhrif á starfsemi Airbnb hér á landi. 30. maí 2017 07:00
Óheimilt að leigja íbúðir nema allir gefi samþykki Héraðsdómur segir samþykki allra eigenda í fjölbýlishúsi þurfa til að heimilt sé að leigja út íbúðir í atvinnuskyni. 11. apríl 2016 07:00