Merking(arleysi) María Rún Bjarnadóttir skrifar 9. júní 2017 07:00 Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður. Það eyddist ekki eins og allt hitt í sprengingunni. Konan náði ekki alveg af hverju. Frá bakkanum sást vel yfir í friðargarðinn hinum megin við ánna. Konan var að hugsa um að staður sem fagnar friði væri betri landnýting en hergagnaframleiðslan sem sprengjan eyddi. Hún var líka að berjast við innri ótta um að það væri kannski lygi í túristabókunum að svæðið væri nú hættulaust vegna geislavirkni og varð mjög áhyggjufull yfir að hafa sett börnin í hættu með þessari ævintýraþrá. Það væri örugglega líka fallegur árbakki á Mallorca sem hefði verið fínn fyrir fjölskyldufrí. Þögnin var rofin þegar tveir ungir menn stigu af hjólum undir brúnni yfir ána. Þeir tóku upp gítara og sungu endurtekið og án hlés lagið „Don’t look back in anger“ með bræðrabandinu Oasis. Þeir voru enn að þegar ísinn kláraðist og fjölskyldan stóð upp frá árbakkanum. Þetta rifjaðist upp fyrir konunni þegar hún sá í vikunni heimsfræga tónlistarmenn flytja sama lag á samstöðutónleikum vegna árásanna í Manchester. Lag bræðra sem ekki hafa talast við í áraraðir er allt í einu sameiningarsöngur. Í huga konunnar líka friðarsöngur eftir upplifunina í Japan. Höfundurinn hins vegar man ekki um hvað textinn er, hann var svo illa dópaður þegar hann samdi hann. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun
Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður. Það eyddist ekki eins og allt hitt í sprengingunni. Konan náði ekki alveg af hverju. Frá bakkanum sást vel yfir í friðargarðinn hinum megin við ánna. Konan var að hugsa um að staður sem fagnar friði væri betri landnýting en hergagnaframleiðslan sem sprengjan eyddi. Hún var líka að berjast við innri ótta um að það væri kannski lygi í túristabókunum að svæðið væri nú hættulaust vegna geislavirkni og varð mjög áhyggjufull yfir að hafa sett börnin í hættu með þessari ævintýraþrá. Það væri örugglega líka fallegur árbakki á Mallorca sem hefði verið fínn fyrir fjölskyldufrí. Þögnin var rofin þegar tveir ungir menn stigu af hjólum undir brúnni yfir ána. Þeir tóku upp gítara og sungu endurtekið og án hlés lagið „Don’t look back in anger“ með bræðrabandinu Oasis. Þeir voru enn að þegar ísinn kláraðist og fjölskyldan stóð upp frá árbakkanum. Þetta rifjaðist upp fyrir konunni þegar hún sá í vikunni heimsfræga tónlistarmenn flytja sama lag á samstöðutónleikum vegna árásanna í Manchester. Lag bræðra sem ekki hafa talast við í áraraðir er allt í einu sameiningarsöngur. Í huga konunnar líka friðarsöngur eftir upplifunina í Japan. Höfundurinn hins vegar man ekki um hvað textinn er, hann var svo illa dópaður þegar hann samdi hann. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun