Bresk amma fékk hár ökumanna til að rísa Finnur Thorlacius skrifar 8. júní 2017 14:27 Amman ráðagóða alvopnuð og tilbúin til aðgerða. Hvað gera ömmur þegar bílar og mótorhjól bruna á alltof miklum hraða í götum þeirra og nágranna? Þær taka einfaldlega málin í sínar hendur, eða það gerði þessi breska amma og það með hárþurrkuna eina að vopni. Svo vel vill til að hárþurrka ömmunnar sniðugu er ekki ólík hraðamælingabyssum lögreglunnar og það má nýta til góðra verka. Hún var ósátt við þann hraða sem margir óku á í gegnum götu hennar og stafaði bæði henni og nágrönnum hennar ógn af mörgum þeirra. Þegar ökumenn þeirra sáu hinsvegar ömmuna með hárþurrkuna sem beindi henni að ökutækjum þeirra lækkuðu þeir hraðann umsvifalaust. Snilldar ráð sem virkar, þó svo að ökumönnunum ætti að vera það fullljóst að amman hafi engin lögregluvöld né refsiheimildir. Þar spilaði amman á ósjálfráð viðbrögð ökumanna við því að einhver beini tæki að bíl þeirra á ferð. Amman segir að eftir að hún tók þennan háttinn upp hafi hún aldrei séð annan eins fjölda bremsuljósa og að umferðarhraðinn hafi hríðlækkað um götuna. Alls hafa 12 milljónir manna séð myndskeiðið hér að neðan þar sem amman sýnir hina ágætu virkni hárblásarans. Hárblásrarar eru greinilega til margra hluta nytsamlegir. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent
Hvað gera ömmur þegar bílar og mótorhjól bruna á alltof miklum hraða í götum þeirra og nágranna? Þær taka einfaldlega málin í sínar hendur, eða það gerði þessi breska amma og það með hárþurrkuna eina að vopni. Svo vel vill til að hárþurrka ömmunnar sniðugu er ekki ólík hraðamælingabyssum lögreglunnar og það má nýta til góðra verka. Hún var ósátt við þann hraða sem margir óku á í gegnum götu hennar og stafaði bæði henni og nágrönnum hennar ógn af mörgum þeirra. Þegar ökumenn þeirra sáu hinsvegar ömmuna með hárþurrkuna sem beindi henni að ökutækjum þeirra lækkuðu þeir hraðann umsvifalaust. Snilldar ráð sem virkar, þó svo að ökumönnunum ætti að vera það fullljóst að amman hafi engin lögregluvöld né refsiheimildir. Þar spilaði amman á ósjálfráð viðbrögð ökumanna við því að einhver beini tæki að bíl þeirra á ferð. Amman segir að eftir að hún tók þennan háttinn upp hafi hún aldrei séð annan eins fjölda bremsuljósa og að umferðarhraðinn hafi hríðlækkað um götuna. Alls hafa 12 milljónir manna séð myndskeiðið hér að neðan þar sem amman sýnir hina ágætu virkni hárblásarans. Hárblásrarar eru greinilega til margra hluta nytsamlegir.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent