Drengur fótbrotnaði eftir að hafa fallið um fimmtán metra í hlíðinni við hlið Seljalandsfoss í dag. Verið er að flytja drenginn í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem mun flytja hann á Landspítalann við Fossvog.
Í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg segir að björgunarsveitarmenn hafi verið skjótir á staðinn og þurftu þeir að setja upp fjallalínur til að flytja drenginn niður hlíðina.
Alls tóku um tíu björgunarmenn þátt í aðgerðinni auk lögreglu, sjúkraliðs og starfsmanna Landhelgisgæslu.

