Formaður þýska sambandsins: Möguleiki að Þjóðverjar mæti ekki á HM í Katar 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 18:30 Bastian Schweinsteiger og Philip Lahm fagna með heimsbikarinn 2014. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti Fleiri fréttir KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? Sjá meira