Manndráp í Mosfellsdal: Jón Trausti og nýdæmdir bræður á meðal handteknu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2017 09:54 Jón Trausti var handtekinn fyrir að ráðast á lögreglumenn í Leifsstöð árið 2003. Vísir/Hari Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sexmenningum sem handtekin voru í gærkvöldi í tengslum við manndráp í Mosfellsdal hafa staðið yfir í nótt. Um er að ræða fimm karlmenn og eina konu. Þar á meðal eru Jón Trausti Lúthersson og bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski sem hlutu dóm fyrir skotárás í Breiðholtinu í febrúar. Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Æsustaði í Mosfellsdal klukkan 18:24 í gærkvöldi og fór fjölmennt lið lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarmenn, á staðinn. Fyrrnefnd sex voru handtekin en maðurinn sem lést var úrskurðaður látinn síðar um kvöldið. Hann var um fertugt. Rannsókn málsins er umfangsmikil að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum hinna handteknu en hve mörgum liggur ekki ljóst fyrir. Árásin var hrottaleg eins og fjallað var um á Vísi í morgun. Árásarmennirnir notuðust við járnkylfur auk þess sem ekið var yfir fætur mannsins á amerískum pallbíl.Lögregla á vettvangi í gær.Vísir/Höskuldur KáriForsprakki í mótorhjólaklúbbi Meðal handteknu er Jón Trausti Lúthersson sem var endurtekið í kastljósi fjölmiðlanna síðasta áratug þegar mótorhjólagengi voru að ryðja sér til rúms á Íslandi. Hann hefur hlotið dóma fyrir líkamsárás en hann réðst meðal annars inn á ritstjórnarskrifstofur DV haustið 2004 og beitti Reyni Traustason, þáverandi ritstjóra blaðsins, ofbeldi. Hlaut hann tveggja mánaða dóm fyrir. Jón Trausti stofnaði mótorhjólaklúbbinn Fáfni sem síðar varð hluti af Vítisenglum. Hann hætti um svipað leyti, stofnaði Black Pistons MC sem var stuðningsklúbbur Outlaws. Lítið hefur spurst til Jóns Trausta undanfarin ár.Bræðurnir á leið fyrir dóm í byrjun árs.Vísir/Anton BrinkNýdæmdir bræður Þá eru einnig meðal handteknu bræðurnir Marcin Wieslaw Nabakowski og Rafal Marek Nabakowski. Þeir hafa ítrekað komið við sögu lögreglu fyrir minniháttar brot undanfarin áratug. Allt þar til í ágúst síðastliðnum þegar þeir voru handteknir í tengslum við skotárás við Leifasjoppu í Iðufelli í Breiðholti.Hlutu þeir rúmlega tveggja og hálfs árs dóm fyrir árásina í héraðsdómi í febrúar síðastliðnum en Marcin var sýknaður af ákæru um tilraun til manndráps. Hafði hann setið í gæsluvarðhaldi í rúmt hálft ár á meðan málið var til rannsóknar og þar til dómur féll. Dómunum var áfrýjað og hafa þeir gengið lausir á meðan þess er beðið að málið verði tekið fyrir í Hæstarétti.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira