Ráðist á íslenska stúlku í Búlgaríu Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júní 2017 08:00 Um var að ræða hóp útskriftanema úr Verzlunarskólanum, en hluta hópsins var tilkynnt um atvikið. Visir/Vilhelm Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Sjá meira
Íslenskri stúlku var nauðgað í Búlgaríu í síðustu viku þar sem hún var með hópi útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands. Morgunblaðið greindi frá þessu í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerðist árásin með þeim hætti að stúlkan var numin brott af leigubíl og síðan brotið gegn henni. Árásarmaðurinn er erlendur. Hópurinn var í útskriftaferð sem skipulögð var af ferðaskrifstofunni Tripical og dvaldist hópurinn í Burgas, sem er við strandsvæðið Sunny Beach. Hluta hópsins, sem telur um 230 manns, var tilkynnt um árásina og eftir því sem fréttastofa kemst næst er stúlkan komin aftur til landsins en ferðaskrifstofan gekkst fyrir því að svo gæti orðið þá þegar.Uppfært klukkan 10:15 Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans, hafði ekki heyrt um málið þegar Vísir ræddi við hann í gær, sagði hópinn ekki á vegum skólans í þeim skilningi. Um væri að ræða ungt fólk sem væri útskrifað. „Við höfum ekkert um þessa ferð að segja þannig. Enginn starfsmaður skólans er með í ferðinni," sagði Ingi í gær. En lét það jafnframt fylgja sögunni að þau í skólanum reyndu að fylgjast með hópnum og væru í góðum samskiptum við sína fyrrum nemendur. Vísir reyndi ítrekað í allan gærdag að ná tali af þeim yfirlögregluþjónum Grími Grímssyni og Friðriki Smára Björgvinssyni vegna málsins en án árangurs. Vísir ræddi við Styrmi Elí Ingólfsson hjá Tripical í gær og svo aftur í morgun. En Styrmir Elí er jafnframt fyrrverandi formaður nemendafélagsins í Verzlunarskólanum. Hann ítrekaði að stefna fyrirtækisins væri trúnaðar við viðskiptavini og hann gæti ekkert tjáð sig um málsatvik sem sneru að einstökum farþegum. Styrmir Elí sagði þó að engin kæra hafi verið lögð fram vegna neinna mála þar ytra. Ferðin er mjög farin að styttast í annan endann og er von á hópnum til Íslands innan tíðar.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Sjá meira