Breska tímavélin Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 Gengið er til þingkosninga í Bretlandi í dag. Flest bendir til að Íhaldsmenn hafi nauman sigur og verji hreinan meirihluta sinn. Það breytir því ekki, að kosningabaráttan hefur verið stanslaus þrautaganga fyrir Theresu May forsætisráðherra. Þegar hún boðaði til kosninga um miðjan apríl hafði hún yfir tuttugu prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Dregið hefur saman með flokkunum síðan og er munurinn nú örfá prósentustig. Segja má að hvert óhappið hafi rekið annað hjá May. Hið fyrsta var sennilega kosningaloforð um svokallaðan elliskatt, sem átti að láta aldraða greiða fyrir eigin umönnun með því að endurfjármagna fasteignir sínar. Óhætt er að segja að það hafi lagst illa í kjósendur og May var snögglega gerð afturreka með málið. May hefur vart látið sjá sig á almannafæri í kosningabaráttunni. Hún hefur gert lítið af því að mæta í viðtöl og skrópaði í kappræðum við andstæðinga sína. Þá sjaldan hún hefur gefið færi á sér hefur henni ekki tekist að láta ljós sitt skína. Engu er líkara en hana skorti sjálfstraust. Gárungarnir hafa hent gaman að því að í hvert skipti sem hún opni munninn veikist sterlingspundið. Viðbrögð hennar við hryðjuverkaárásunum í London og Manchester hafa heldur ekki verið traustvekjandi. Upphrópanir um að kominn sé tími til að aftengja lagabálka um sjálfsögð mannréttindi hafa ekki borið vott um festu eða forystuhæfileika, heldur frekar lýðskrum. Vonandi sjá kjósendur í gegnum slíkt. Á meðan May hefur haltrað gegnum kosningabaráttuna, hefur Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vaxið ásmegin. Á dögunum lét hann hafa eftir sér að hann sæi endurkomu í spilunum sem jafnaðist á við frægan baráttusigur Liverpool gegn AC Milan í úrslitaleik Evrópukeppninnar um árið. Það yrði saga til næsta bæjar ef honum tækist ætlunarverk sitt. Það breytir því þó ekki að Corbyn er frambjóðandi frá miðöldum. Stefnumál hans eru gamaldags vinstrihrærigrautur með áherslu á ríkisvæðingu og útgjöld sem ófyrirséð er hvernig á að fjármagna. Í raun er magnað að eitt valdamesta ríki veraldar sé í þessari stöðu. Á leið í óvissuferð út úr Evrópusambandinu og að velja milli tveggja minni spámanna í stól forsætisráðherra. Vafalaust hugsa margir að gott væri að geta snúið klukkunni tólf mánuði aftur í tímann og breytt niðurstöðunni úr Brexit kosningunni sem kom þessu öllu af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Gengið er til þingkosninga í Bretlandi í dag. Flest bendir til að Íhaldsmenn hafi nauman sigur og verji hreinan meirihluta sinn. Það breytir því ekki, að kosningabaráttan hefur verið stanslaus þrautaganga fyrir Theresu May forsætisráðherra. Þegar hún boðaði til kosninga um miðjan apríl hafði hún yfir tuttugu prósentustiga forskot á Verkamannaflokkinn. Dregið hefur saman með flokkunum síðan og er munurinn nú örfá prósentustig. Segja má að hvert óhappið hafi rekið annað hjá May. Hið fyrsta var sennilega kosningaloforð um svokallaðan elliskatt, sem átti að láta aldraða greiða fyrir eigin umönnun með því að endurfjármagna fasteignir sínar. Óhætt er að segja að það hafi lagst illa í kjósendur og May var snögglega gerð afturreka með málið. May hefur vart látið sjá sig á almannafæri í kosningabaráttunni. Hún hefur gert lítið af því að mæta í viðtöl og skrópaði í kappræðum við andstæðinga sína. Þá sjaldan hún hefur gefið færi á sér hefur henni ekki tekist að láta ljós sitt skína. Engu er líkara en hana skorti sjálfstraust. Gárungarnir hafa hent gaman að því að í hvert skipti sem hún opni munninn veikist sterlingspundið. Viðbrögð hennar við hryðjuverkaárásunum í London og Manchester hafa heldur ekki verið traustvekjandi. Upphrópanir um að kominn sé tími til að aftengja lagabálka um sjálfsögð mannréttindi hafa ekki borið vott um festu eða forystuhæfileika, heldur frekar lýðskrum. Vonandi sjá kjósendur í gegnum slíkt. Á meðan May hefur haltrað gegnum kosningabaráttuna, hefur Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, vaxið ásmegin. Á dögunum lét hann hafa eftir sér að hann sæi endurkomu í spilunum sem jafnaðist á við frægan baráttusigur Liverpool gegn AC Milan í úrslitaleik Evrópukeppninnar um árið. Það yrði saga til næsta bæjar ef honum tækist ætlunarverk sitt. Það breytir því þó ekki að Corbyn er frambjóðandi frá miðöldum. Stefnumál hans eru gamaldags vinstrihrærigrautur með áherslu á ríkisvæðingu og útgjöld sem ófyrirséð er hvernig á að fjármagna. Í raun er magnað að eitt valdamesta ríki veraldar sé í þessari stöðu. Á leið í óvissuferð út úr Evrópusambandinu og að velja milli tveggja minni spámanna í stól forsætisráðherra. Vafalaust hugsa margir að gott væri að geta snúið klukkunni tólf mánuði aftur í tímann og breytt niðurstöðunni úr Brexit kosningunni sem kom þessu öllu af stað.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun