„Erum að reyna að búa til fleiri landsliðsmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júní 2017 20:15 Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur út til Noregs á morgun þar sem það tekur þátt í Gjensidige Cup, fjögurra liða æfingamóti. Ísland mætir Noregi á fimmtudaginn, Póllandi á föstudaginn og Svíþjóð á sunnudaginn. Marga lykilmenn vantar í íslenska liðið og yngri og óreyndari leikmenn fá því tækifæri til að láta ljós sitt skína. „Við viljum sjá framfarir og leikmenn, sem hafa haft minni ábyrgð, stíga upp. Þetta er ákveðin þróun,“ sagði landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að reyna að stækka hópinn, búa til fleiri landsliðsmenn og auka samkeppnina. Ég tel okkur hafa ágætis framboð af leikmönnum og svo er bara að sjá hvernig þeir standa sig á stóra sviðinu.“Sigvaldi Guðjónsson er nýliði í íslenska landsliðinu.vísir/ernirÍslendingar eru miklu harðari Ýmir Örn Gíslason, leikmaður Vals, og Sigvaldi Guðjónsson, leikmaður Århus, eru meðal nýliða í íslenska hópnum. „Ég verð að nýta tækifærið, það er bara þannig. Ég er meira en klár,“ sagði Ýmir sem varð Íslandsmeistari með Val í vor. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður frábært mót. Ég bjóst kannski við þessu en var að vonast eftir því.“ Sigvaldi, sem er örvhentur hornamaður, var að vonum ánægður þegar kallið í landsliðið kom. „Þetta er mjög fínt. Þetta er draumur að rætast,“ sagði Sigvaldi sem flutti til Danmerkur fyrir 12 árum. „Ég orðinn aðeins meira danskur en íslenskur. En þetta er alltaf í hjartanu. Ég ætla að reyna gera mitt besta og sýna mig. Mér finnst munur á íslenska og danska hugarfarinu. Íslendingar eru miklu harðari.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Sjá meira
Þetta eru 28 bestu handboltamenn Íslands í dag að mati Geirs Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið þá 28 leikmenn sem koma til greina fyrir leikina gegn Tékkum og Úkraínu. 6. júní 2017 12:00