Talsmenn H&M hafa sagt að verslunin mun i vera í ætt við lífstílsverslanir þar sem ekki einungis verður seldur fatnaður heldur líka vörur fyrir heimilið, matur og svo verður kaffihús inn í búðinni.
Á dögunum komu myndir frá fyrstu línu Arket og það er ekki hægt að segja annað en þetta lofar góðu. Þetta eru einfaldar flíkur í bland við hönnunarflíkur þar sem skandinavíski stílinn fær að njóta sín.
Við erum allavega spennt fyrir þessari nýju fjöður í hatt H&M veldisins. Hér er smá sýnishorn af því sem koma skal.



