Byggingaráform ógna langtímamælingum Veðurstofunnar Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2017 16:00 Góðar samfelldar langtímamælingar hafa verið gerðar á mælireitnum við Veðurstofuna frá 1973. mynd/Þórður Arason/Veðurstofan Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar. Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fyrirhuguð íbúðauppbygging á lóð Veðurstofunnar gæti þýtt að 45 ára samfelldri langtímamælingu hennar í Reykjavík verði kastað fyrir róða. Sérfræðingur Veðurstofunnar líkir þessu við „skemmdarverk“ á mæliröðinni. Aðstoðarmaður fjármálaráðherra segir ekki hafa verið ákveðið að byggja á reitnum. Samfelldar veðurathuganir hafa verið gerðar í mælistöðinni sem er austan við Veðurstofuna í áratugi. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofunni, segir að langtímamæliröðin í Reykjavík hafi verið stöðug á þessum sama stað frá 1973. Upplýsingar um hitamet í Reykjavík komi til að mynda frá mælistöðinni. Samanburðarhæfar langtímamælingar eru nauðsynlegar, ekki síst nú á tímum loftslagsbreytinga á jörðinni. Því er ómetanlegt að hafa mælistöð sem hefur verið óbreytt á sama stað í lengri tíma. Halldór segir að slíkar stöðvar séu tiltölulega sjaldgæfar í heiminum. „Það er í grundvallaratriðum þannig að til að hafa samanburðarhæfar mælingar þá viltu hafa röð þar sem engu eða sem minnstu hefur verið breytt. Það að mála skýli eða opna það á öðrum tíma dags en áður er vandamál. Um leið og maður færir stöðina þarf maður að byrja upp á nýtt,“ segir Halldór um hversu viðkvæmar þessar langtímamælingar eru fyrir breytingum.Borgarstjóri stefnir á framkvæmdir strax á næsta áriNú er hins vegar útlit fyrir að nágrenni mælstöðvarinnar verði raskað með ófyrirséðum áhrifum á mæliröðina. Viljayfirlýsing sem ríkið og Reykjavíkurborg undirrituðu fyrir helgi felur meðal annars í sér skipulagningu undir tvö þúsund íbúðir á ríkisjörðum í borginni. Veðustofan stendur á einni þeirra jarða. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sagði að hann vonaðist til að framkvæmdir við íbúðirnar gætu hafist strax á næsta ári svo þær gætu komist á markaðinn árið 2019 eða 2020 samkvæmt frétt RÚV af viljayfirlýsingunni.Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.VísirÞurfa minnst sjö ára samanburðarmælingar fyrir flutning Halldór bendir aftur á móti á að hvorki aðal- né deiliskipulag geri ráð fyrir íbúðabyggð á Veðurstofureitnum. Gagnrýnir hann hversu brátt áformin beri að. Enginn hafi minnst á þetta við þá sem starfa við mælingarnar og úrvinnslu þeirra á Veðurstofunni. Hann bendir á að til þess að halda samfellunni í langtímaröðinni og valda ekki óbætanlegum skaða á henni þurfi fyrst að gera samanburðarmælingar á öðrum stað samhliða þeim sem nú er eru gerðar, helst yfir að minnsta kosti sjö ára skeið. Ekki sé hægt að færa stöðina þannig á nokkrum mánuðum. „Það er mjög stórt mál ef menn ætla sér allt í einu að gjörbreyta umhverfi reitsins á einu eða tveimur árum. Það er í raun og veru bara skemmdarverk á röðinni,“ segir Halldór.Borgin spurði sérstaklega um lóðina Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi kom fram að borgaryfirvöld hafi spurst fyrir um Veðurstofulóðina sérstaklega.Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra.mynd/FjármálaráðuneytiðRáðuneytið hafi bent á að Veðurstofan væri með umfangsmiklar veðurmælingar á lóð stofnunarinnar og að gera mætti ráð fyrir að byggingarframkvæmdir á reitnum yllu umtalsverðri röskun á áratugalöngum mælingum. Útilokaði ráðuneytið þó ekki að skoða það mál í samráði við Veðurstofuna með þeim fyrirvara að borgin fyndi veðurmælingum stofnunarinnar annan hentugan stað og tæki þátt í þeim kostnaði sem slíkur flutningur hefði óhjákvæmilega í för með sér.Ýmsar ástæður fyrir að ekki hefur verið byggt á ríkisjörðunum Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, segir við Vísi að á þessu stigi málsins liggi aðeins viljayfirlýsing fyrir um að borgin kaupi ríkisjarðirnar til íbúðauppbyggingar. Ástæða sé fyrir því að ekki hafi verið byggt á sumum þessara jarða, til dæmis í tilfelli Veðurstofureitsins. Ekki komi fram í viljayfirlýsingunni að byggt verði á Veðurstofureitnum. Segir Gylfi að það mál verði skoðað. Ekki náðist strax samband við Hjálmar Sveinsson, formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, við vinnslu fréttarinnar.
Skipulag Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira