Þrýsta þurfi á Bandaríkjastjórn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 18:43 Ari Trausti Guðmundsson. vísir/anton brink Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni. Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG, segir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta dapra og kallar eftir viðbrögðum frá íslenskum stjórnvöldum. Þrýstingur á Bandaríkjastjórn gæti leitt til endurskoðunar. „Við eigum auðvitað að senda skýr skilaboð. Bæði íslenska ríkisstjórnin, íslenskir stjórnmálaflokkar og önnur samtök – samtök áhugafólks. Þau eiga að senda frá sér skýr skilaboð, það þarf að þrýsta á Bandaríkjastjórn að endurskoða þessar ákvarðanir og þó að menn hafi ákveðinn frest til að segja sig frá samkomulaginu þá eru þessar ákvarðanir Trump þess eðlis að þær fara að hafa áhrif strax á morgun,“ segir Ari Trausti í Reykjavík síðdegis. „Þó það sé í sjálfu sér ekki búið að loka samkomulaginu hvað Bandaríkin snertir þá gætu þau í sjálfu sér mildað þetta ef það kemur mikill þrýstingur innan frá í Bandaríkjunum,“ bætir Ari við. Þjóðarleiðtogar hafa í dag ítrekað stuðning sinn við sáttmálann en jafnframt lýst áhyggjum vegna ákvörðunarinnar. Þá eru umhverfisverndarsamtök sömuleiðis uggandi yfir ákvörðuninni. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hefur tilkynnt um aukið samstarf Kína og ESB í loftslagsmálum og Narenda Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við sáttmálann. Slíkt hið sama hafa leiðtogar Frakklands, Bretlands, Þýska. lands og Rússlands gert. Þá hafa Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lýst því yfir að þau harmi ákvörðunina. Þau ákváðu í dag að tónlistarhúsið Harpa yrði böðuð grænum lit til að mótmæla gjörningi forsetans, og á sama tíma undirstrika mikilvægi þess að hér á landi verði ekki slegið slöku við að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Byggingar víða um heim hafa verið lýstar upp í grænum lit í mótmælaskyni.
Tengdar fréttir Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00 Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12 Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Sjá meira
Halda ótrauð áfram án Donalds Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu. 2. júní 2017 07:00
Svona bregðast bandarísku stórfyrirtækin við ákvörðun Trump Fjölmörg bandarísk stórfyrirtæki hafa lýst yfir andstöðu við ákvörðun Donald Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamningnum um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. 2. júní 2017 12:12
Tusk: ESB og Kínverjar efla samstarf sitt á sviði loftslagsmála frá deginum í dag Donald Tusk segir að Bandaríkjastjórn hafi gert "mikil mistök“ með því að draga sig úr Parísarsamningnum. 2. júní 2017 14:09