Þróunarkostnaður japanskra bílaframleiðenda aldrei hærri Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 12:00 Nissan Micra er nýkominn af nýrri kynslóð. Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna. Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent
Það er dýrt að þróa nýja bíla í harðri samkeppni og japanskir bílaframleiðendur ætla greinilega ekki að sitja eftir í þeim efnum í ár. Aldrei hafa þeir sett meira fé í þróunarkostnað fyrir nýja bíla sína en í ár. Alls munu þeir ætla að eyða 2.550 milljörðum króna og hefur kostnaðurinn á milli ára risið um 7%. Toyota og Nissan ætla að eyða jafn miklu fé og í fyrra, en Honda, Suzuki, Mazda, Subaru og Mitsubishi ætla að eyða umtalsvert meira fé til þess arna. Mitsubishi ætlar reyndar að auka þróunarkostnað sinn um heil 20%. Til samanburðar eyddi Volkswagen Group 1.520 milljörðum króna í þróun nýrra bíla sinna í fyrra og General Motors 810 milljörðum króna.
Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent