Tuttugu og fjögur lið hafa unnið Meistaradeildina en hvert þeirra er það besta? 2. júní 2017 19:15 Frábær lið. vísir/getty Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15
Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn