Yfirtaka PSA á Opel frestast vegna krafna þróunardeildar Opel Finnur Thorlacius skrifar 2. júní 2017 09:12 Erfið fæðing í sameiningu Opel/Vauxhall við PSA Peugeot Citroën. Í mars síðastliðnum keypti PSA Peugeot Citroën Opel/Vauxhall af General Motors. Frá upphafi var meiningin að sameiningin gengi hratt fyrir sig og til stóð að flytja eignir Opel/Vauxhall frá GM yfir í félag með nýtt nafn í eigu PSA, “Opel Automobile GmBH”. Það mun eitthvað tefjast vegna krafna þróunardeildar Opel í höfuðstöðvum Opel í Rüsselsheim. Þar vinna 7.700 starfsmenn og vilji þeirra er að halda sjálfstæði sínu næstu 3 árin og að bílar Opel muni ekki verða þróaðir hjá PSA, eða deila undirvögnum eða íhlutum frá PSA næstu 3 árin. Það felst einnig í kröfu þróunardeildarinnar að öll störf þar verði tryggð og ekki komi til uppsagna. Þessi sterka krafa mun tefja fyrir sameiningu fyrirtækjanna, eða öllu heldur innlimun Opel/Vauxhall í PSA. Fyrir um mánuði síðan tilkynnti PSA að næsta kynslóð Opel Corsa bílsins, sem meiningin er að setja á markað árið 2019, yrði með undirvagni og fleiri íhlutum úr smiðju PSA og með því mætti spara í framleiðslu bílsins. Þessi áætlun rímar ekki beint við kröfuna nú frá hönnunardeild Opel og ef PSA samþykkir hana verður ekki af þessum áætlunum með næsta Opel Corsa. Það gæti því orðið erfitt, eða tekið langan tíma, að ná fram samlegðaráhrifum með innlimun Opel/Vauxhall í PSA. Meiningin var að halda blaðamannafund í þessari viku þar sem formleg sameining yrði kynnt, en af því verður ekki vegna krafna hönnunardeildar Opel. Sameiningin verður þó kynnt á seinni hluta þessa árs, eins og það er orðað af hendi þeirra PSA-manna. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent
Í mars síðastliðnum keypti PSA Peugeot Citroën Opel/Vauxhall af General Motors. Frá upphafi var meiningin að sameiningin gengi hratt fyrir sig og til stóð að flytja eignir Opel/Vauxhall frá GM yfir í félag með nýtt nafn í eigu PSA, “Opel Automobile GmBH”. Það mun eitthvað tefjast vegna krafna þróunardeildar Opel í höfuðstöðvum Opel í Rüsselsheim. Þar vinna 7.700 starfsmenn og vilji þeirra er að halda sjálfstæði sínu næstu 3 árin og að bílar Opel muni ekki verða þróaðir hjá PSA, eða deila undirvögnum eða íhlutum frá PSA næstu 3 árin. Það felst einnig í kröfu þróunardeildarinnar að öll störf þar verði tryggð og ekki komi til uppsagna. Þessi sterka krafa mun tefja fyrir sameiningu fyrirtækjanna, eða öllu heldur innlimun Opel/Vauxhall í PSA. Fyrir um mánuði síðan tilkynnti PSA að næsta kynslóð Opel Corsa bílsins, sem meiningin er að setja á markað árið 2019, yrði með undirvagni og fleiri íhlutum úr smiðju PSA og með því mætti spara í framleiðslu bílsins. Þessi áætlun rímar ekki beint við kröfuna nú frá hönnunardeild Opel og ef PSA samþykkir hana verður ekki af þessum áætlunum með næsta Opel Corsa. Það gæti því orðið erfitt, eða tekið langan tíma, að ná fram samlegðaráhrifum með innlimun Opel/Vauxhall í PSA. Meiningin var að halda blaðamannafund í þessari viku þar sem formleg sameining yrði kynnt, en af því verður ekki vegna krafna hönnunardeildar Opel. Sameiningin verður þó kynnt á seinni hluta þessa árs, eins og það er orðað af hendi þeirra PSA-manna.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent