Yfirvöld í Frakklandi, Ítalíu og Þýskalandi hafa sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu sem segir að Parísarsáttmálinn sé óhagganlegt plagg og að þau trúi því að ekki sé hægt að endurskoða samninginn á þennan hátt. Hann sé mikilvægt tól fyrir heiminn allan í baráttunni gegn hlýnun jarðar.
Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, hefur einnig fordæmt ákvörðun forsetans og sagði í samtali við Vísi í kvöld að yfirvöld hér heima myndu ekki láta þetta stoppa sig. Þau myndu halda ótrauð áfram.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti að hann hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi sagt skilið við sáttmálann.
Elon Musk, ráðgjafi Trump, hefur gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli sér að slíta samstarfi við Trump og leita á önnur mið. Segir hann meðal annars:
„Ég ætla að víkja úr embætti mínu sem ráðgjafi forsetans. Hlýnun jarðar er raunverulegt vandamál. Að segja okkur úr sáttmálanum er hvorki gott fyrir Bandaríkin né fyrir heiminn allan.“ Þetta kemur fram inn á Twitter síðu hans.
BBC hefur eftir upplýsingafulltrúa Sameinuðu þjóðanna að þetta séu mikil vonbrigði fyrir alþjóðasamfélagið og að afstaða bandarískra yfirvalda hafi komið í veg fyrir öryggi allra.
Am departing presidential councils. Climate change is real. Leaving Paris is not good for America or the world.
— Elon Musk (@elonmusk) June 1, 2017
;Deeply disappointed by @realdonaldtrump decision to withdraw from #parisagreement. #Iceland will continue its fight against climate change.
— Björt Ólafsdóttir (@bjortolafs) June 1, 2017
;Virtu Parísarsamkomulagið Donald Trump! https://t.co/FyC2oZAwVX
— Rósa Björk B (@RosaBjorkB) May 28, 2017
;My statement on Today's Decision by the Trump Administration to Withdraw from the Paris Agreement: https://t.co/eDEFv5b1nS pic.twitter.com/SzHJU3D0Mr
— Al Gore (@algore) June 1, 2017
;I'm guessing that Donald Trump doesn't see the irony in making his announcement to leave the Paris Agreement while standing in a garden.
— Chelsea Handler (@chelseahandler) June 1, 2017
;Today, our planet suffered. It's more important than ever to take action. #ParisAgreement https://t.co/FSVYRDcGUH
— Leonardo DiCaprio (@LeoDiCaprio) June 1, 2017
;It's a sad day for the world. Denmark stands ready to continue the climate battle to save future generations. #ParisAgreement
— Lars Løkke Rasmussen (@larsloekke) June 1, 2017
;- @realdonaldtrump We urge you to show global leadership, we need the USA on the team. Your Nordic Friends #ParisAgreement pic.twitter.com/9BgR8UmCUE
— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) June 1, 2017
;We're already feeling impacts of climate change. Exiting #ParisAgreement imperils US security and our ability to own the clean energy future
— Joe Biden (@JoeBiden) June 1, 2017
Tweets about #ParisAgreement OR #TrumpNY mun undirgangast Parísar-sáttmálann einhliða ásamt mörgum borgum USA á næstu dögum. Ótrúlegur slagkraftur - því borgir geta úrslitum. https://t.co/FJ7Zf1ngFS
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) June 1, 2017