Randers, lið Ólafs Kristjánssonar, tapaði í kvöld gegn Midtjylland í hreinum úrslitaleik um sæti í Evrópudeildinni að ári.
Midtjylland spilaði á heimavelli í Herning og vann sannfærandi sigur, 3-0. Hannes Þór Halldórsson stóð í marki Randers líkt og venjulega.
Paul Onuachu, Rasmus Nicolaisen og Jonas Borring skoruðu mörk Midtjylland í leiknum.
Engu að síður ágætis tímabil hjá Randers þó svo lokaniðurstaðan hafi verið svekkjandi.
Engin Evrópudeild hjá lærisveinum Ólafs
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
