ISIS 1 – Ísland 0 Sif Sigmarsdóttir skrifar 17. júní 2017 07:00 Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum? Og kakan, helvítis kakan sem mér hafði verið falið að baka fyrir íþróttadaginn í leikskólanum. Af hverju mátti hún ekki vera úr pakka? Krökkunum stæði á sama. Helmingurinn af þeim borðaði sand. Það var mamma Sophie sem krafðist heimabaksturs. Sjitt hvað ég þoldi ekki mömmu Sophie. Hver stýrði afmæli barnsins síns með kúabjöllu? Ding-ding: „Hummusinn og gulrótarstangirnar eru komin á borðið, vinsamlegast myndið einfalda röð.“ Ó fokk, ég átti eftir að taka úr þvottavélinni. En svo kallaði eiginmaðurinn í mig innan úr stofu: „Kveiktu á fréttunum; það er eitthvað að gerast á London Bridge.“ Kúabjallan, beljan og heimilisverkin gleymdust á augabragði er samhengi hlutanna skall á mér eins og löðrungur.Skálað í flötum bjór Í dag eru tvær vikur síðan hryðjuverkaárás var gerð í London. Þrír hrottar óku sendiferðabíl á gangandi vegfarendur, stukku þvínæst út úr honum og réðust á fólk af handahófi með hnífum. Átta létust og fjörutíu og átta særðust. Ég bý í London. Daginn eftir árásina ultu klukkustundirnar áfram eins og tilfinningasnjóbolti sem hlóð utan á sig sorg, reiði og ótta. Hvað áttum við að gera? Við gætum varla farið í neðanjarðarlestina eins og til stóð. Var það? Yrðum við ekki bara að halda okkur heima? Læsa dyrum. Loka gluggum. Var hægt að búa í London við þessar aðstæður? Ættum við kannski að flytja í einhvern óþekktan smábæ? Crapham. Shitwich. En snjóinn leysti og æðið bráði af mér. Fjölskyldan klæddi sig í sunnudagspússið, steig um borð í lest sem ók um London Bridge lestarstöðina og gerði sér glaðan dag með góðum vinum. London var samstíga. Hryðjuverkamenn skyldu engu fá breytt. Allir skyldu halda sínu striki, ganga um göturnar, borða á veitingastöðunum og skála í flötum bjór að breskum sið. Þegar heim var komið fékk ég mér sæti inni í stofu og gerði nokkuð sem ég taldi sakleysislegt. Ég fór á Facebook. En án þess að átta mig á því spilaði ég beint upp í hendurnar á hryðjuverkamönnunum.Tilhæfulaus ótti Í dag er 17. júní. Hæ, hó, jibbí, jei og gleðilega hátíð. Eins og fram kom í fréttum í vikunni verða hátíðahöldin með breyttu sniði í ár. Vopnaðir lögreglumenn munu gæta 17. júní gleðinnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali að ástæðan væri „sú þróun sem hefur átt sér stað í nágrannalöndunum, nú síðast í London þar sem óðir menn gengu um og myrtu fólk á götum borgarinnar“. Í kjölfar hryðjuverkanna í London smellti ég á takka á Facebook sem tilkynnti vinum á samfélagsmiðlinum að ég væri heil á húfi. Það var ekki fyrr en ég las grein á Independent um málið sem ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði í raun gert. „Hættan á að særast í hryðjuverkaárás er hverfandi,“ sagði í greininni. „Öryggishnappurinn breiðir út tilhæfulausan ótta og skapar andrúmsloft þrungið hættu.“ Vopnaðir lögreglumenn á 17. júní eru eins og öryggishnappurinn á Facebook: Ráðstöfun sem virðist þjóna hagsmunum almennings en vinnur þvert á móti með hryðjuverkamönnunum.Aðalvopn hryðjuverkamannsins Hryðjuverkaárásin í London var enn önnur árás á gildi Vesturlanda; frelsi, jafnrétti og opið samfélag. Hnífar, sprengjur og trukkar eru hins vegar ekki þau vopn sem samfélagsgerð okkar stafar mest hætta af. Aðalvopn hryðjuverkamannsins er óttinn. Með ódæðisverkunum í London hugðust fylgismenn ISIS sá fræjum ótta og tortryggni; þeir vildu að við hugsuðum okkur tvisvar um áður en við kæmum saman til að syngja, dansa, borða, drekka og gleðjast. Vopn vekja ugg. Alveg eins og öryggishnappurinn á Facebook breiða þau út „tilhæfulausan ótta og skapa andrúmsloft þrungið hættu“. Ef hryðjuverk í London veldur því að vopnaðir lögreglumenn verða hluti af íslensku landslagi hafa hryðjuverkamennirnir haft erindi sem erfiði. ISIS 1 – Ísland 0. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Það var laugardagskvöld, klukkan var ellefu og ég var á leið í háttinn. Úrill stóð ég inni á baði og burstaði í mér tennurnar. Áhyggjur af ókláruðum verkum sáðu sér eins og illgresi um hugann. Mjólkin var búin. Myndi kók út á Cheerios barnanna í fyrramálið hringja sjálfkrafa viðvörunarbjöllum hjá barnaverndaryfirvöldum? Og kakan, helvítis kakan sem mér hafði verið falið að baka fyrir íþróttadaginn í leikskólanum. Af hverju mátti hún ekki vera úr pakka? Krökkunum stæði á sama. Helmingurinn af þeim borðaði sand. Það var mamma Sophie sem krafðist heimabaksturs. Sjitt hvað ég þoldi ekki mömmu Sophie. Hver stýrði afmæli barnsins síns með kúabjöllu? Ding-ding: „Hummusinn og gulrótarstangirnar eru komin á borðið, vinsamlegast myndið einfalda röð.“ Ó fokk, ég átti eftir að taka úr þvottavélinni. En svo kallaði eiginmaðurinn í mig innan úr stofu: „Kveiktu á fréttunum; það er eitthvað að gerast á London Bridge.“ Kúabjallan, beljan og heimilisverkin gleymdust á augabragði er samhengi hlutanna skall á mér eins og löðrungur.Skálað í flötum bjór Í dag eru tvær vikur síðan hryðjuverkaárás var gerð í London. Þrír hrottar óku sendiferðabíl á gangandi vegfarendur, stukku þvínæst út úr honum og réðust á fólk af handahófi með hnífum. Átta létust og fjörutíu og átta særðust. Ég bý í London. Daginn eftir árásina ultu klukkustundirnar áfram eins og tilfinningasnjóbolti sem hlóð utan á sig sorg, reiði og ótta. Hvað áttum við að gera? Við gætum varla farið í neðanjarðarlestina eins og til stóð. Var það? Yrðum við ekki bara að halda okkur heima? Læsa dyrum. Loka gluggum. Var hægt að búa í London við þessar aðstæður? Ættum við kannski að flytja í einhvern óþekktan smábæ? Crapham. Shitwich. En snjóinn leysti og æðið bráði af mér. Fjölskyldan klæddi sig í sunnudagspússið, steig um borð í lest sem ók um London Bridge lestarstöðina og gerði sér glaðan dag með góðum vinum. London var samstíga. Hryðjuverkamenn skyldu engu fá breytt. Allir skyldu halda sínu striki, ganga um göturnar, borða á veitingastöðunum og skála í flötum bjór að breskum sið. Þegar heim var komið fékk ég mér sæti inni í stofu og gerði nokkuð sem ég taldi sakleysislegt. Ég fór á Facebook. En án þess að átta mig á því spilaði ég beint upp í hendurnar á hryðjuverkamönnunum.Tilhæfulaus ótti Í dag er 17. júní. Hæ, hó, jibbí, jei og gleðilega hátíð. Eins og fram kom í fréttum í vikunni verða hátíðahöldin með breyttu sniði í ár. Vopnaðir lögreglumenn munu gæta 17. júní gleðinnar. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði í viðtali að ástæðan væri „sú þróun sem hefur átt sér stað í nágrannalöndunum, nú síðast í London þar sem óðir menn gengu um og myrtu fólk á götum borgarinnar“. Í kjölfar hryðjuverkanna í London smellti ég á takka á Facebook sem tilkynnti vinum á samfélagsmiðlinum að ég væri heil á húfi. Það var ekki fyrr en ég las grein á Independent um málið sem ég gerði mér grein fyrir hvað ég hafði í raun gert. „Hættan á að særast í hryðjuverkaárás er hverfandi,“ sagði í greininni. „Öryggishnappurinn breiðir út tilhæfulausan ótta og skapar andrúmsloft þrungið hættu.“ Vopnaðir lögreglumenn á 17. júní eru eins og öryggishnappurinn á Facebook: Ráðstöfun sem virðist þjóna hagsmunum almennings en vinnur þvert á móti með hryðjuverkamönnunum.Aðalvopn hryðjuverkamannsins Hryðjuverkaárásin í London var enn önnur árás á gildi Vesturlanda; frelsi, jafnrétti og opið samfélag. Hnífar, sprengjur og trukkar eru hins vegar ekki þau vopn sem samfélagsgerð okkar stafar mest hætta af. Aðalvopn hryðjuverkamannsins er óttinn. Með ódæðisverkunum í London hugðust fylgismenn ISIS sá fræjum ótta og tortryggni; þeir vildu að við hugsuðum okkur tvisvar um áður en við kæmum saman til að syngja, dansa, borða, drekka og gleðjast. Vopn vekja ugg. Alveg eins og öryggishnappurinn á Facebook breiða þau út „tilhæfulausan ótta og skapa andrúmsloft þrungið hættu“. Ef hryðjuverk í London veldur því að vopnaðir lögreglumenn verða hluti af íslensku landslagi hafa hryðjuverkamennirnir haft erindi sem erfiði. ISIS 1 – Ísland 0. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun