Sakleysi fórnað Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. júní 2017 07:00 Seint á síðustu öld var um árabil eftirminnilegur móttökustjóri í forsætisráðuneytinu, sem þá hýsti forsetaembættið líka. Hann var vel við aldur, bakari að iðn, lágur vexti, tággrannur, fágaður í fasi og vinalegur en fastur fyrir. Hans hlutverk var að bjóða gesti velkomna og láta þá sem ekki voru á skrá gera grein fyrir sér. Dagleg öryggisvarsla var á hans könnu þó að fleiri hafi verið kallaðir til þegar mikið lá við. Þetta var í kalda stríðinu og tíð hryðjuverk í Evrópu. Gíslataka Svarta september, alþjóðaarms PLO, á Ólympíuleikunum í München olli miklu blóðbaði, IRA framdi ódæði á Bretlandseyjum, Rauðu herdeildirnar skelfdu Ítali, Baader-Meinhof framdi morð og mannrán í Þýskalandi, Carlos, oft nefndur Sjakalinn, skildi eftir sig blóðslóð í Frakklandi og tíðar fréttir bárust af mannfórnum ETA á Spáni. Listinn var miklu lengri. Sveitir morðhunda, sem þjónuðu lund sinni með pólitísku yfirvarpi, voru fleiri þá en nú. Þó virðist viðtekið að heimur fari versnandi. Það stenst ekki skoðun. Samantektir læknisins Hans Rosling, nýlátins meistara tölfræðinnar, sýndu minnkandi hryðjuverkaógn, færri styrjaldir, minna ofbeldi og almennt friðsælla mannlíf. Rannsóknir margra virtra fræðimanna leiða það sama í ljós. Samt mála grunnhyggnir leiðtogar nær og fjær heiminn æ dekkri litum. Afleiðingin er tortryggni, byggð á einstökum voðaverkum, en ekki heilli mynd af veruleikanum. Hér birtist lögreglan grá fyrir járnum við saklaust fjölskylduhlaup og þjóðaröryggisráði er hóað saman í aflóga loftvarnarbyrgi, „á stað sem uppfyllir nauðsynlegar öryggiskröfur,“ eins og aðstoðarmaður forsætisráðherra orðar það. Hvergi er útskýrt hvers vegna og ekki greint frá sérstökum váboðum. Fyrst ekkert óvenjulegt kallar á viðbúnaðinn, má reikna með, að lögregla verði við alvæpni á útisamkomum hér eftir. Hvernig á að manna tilstandið þegar æskan þyrpist á útihátíðir á sumrin? Eitthvað hlýtur það að kosta. Á meðan sveltur fáliðuð almenn lögregla, sem þó reynist svo vel, að Ísland er talið friðsælasta land í heimi. Lögregla getur ekki fengið betri einkunn. Enda nýtur hún trausts og á skilið ríkulegri umbun fyrir sín daglegu störf. Byssur geta stoppað voðaverk. En hvort fælingarmáttur þeirra sé yfir höfuð fyrir hendi gegn þeim, sem líklegastir eru til að myrða blásaklaust fólk, er óvíst. Byssur gætu eins virkað sem segull á heilaþvegna blóðhunda, sem hika ekki við að fórna eigin lífi þegar lagt er til atlögu. Markmið þeirra er blóðbað. Óttast fólk í slíku hugarástandi byssur? Margt hefur breyst frá dögum móttökustjórans aldna. Mannlífið er fjölskrúðugra – ferðafólk, farandverkamenn og nýbúar fagna 17. júní með okkur í dag. Það er ánægjuefni. Svartir sauðir slæðast óhjákvæmilega með. Því þarf að mæta af yfirvegun. En erfitt er að koma auga á rökin fyrir vopnabyltingunni sem hellist yfir okkur. Er verið að fórna sakleysinu á altari viskunnar – eða á altari óþarfa ótta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun
Seint á síðustu öld var um árabil eftirminnilegur móttökustjóri í forsætisráðuneytinu, sem þá hýsti forsetaembættið líka. Hann var vel við aldur, bakari að iðn, lágur vexti, tággrannur, fágaður í fasi og vinalegur en fastur fyrir. Hans hlutverk var að bjóða gesti velkomna og láta þá sem ekki voru á skrá gera grein fyrir sér. Dagleg öryggisvarsla var á hans könnu þó að fleiri hafi verið kallaðir til þegar mikið lá við. Þetta var í kalda stríðinu og tíð hryðjuverk í Evrópu. Gíslataka Svarta september, alþjóðaarms PLO, á Ólympíuleikunum í München olli miklu blóðbaði, IRA framdi ódæði á Bretlandseyjum, Rauðu herdeildirnar skelfdu Ítali, Baader-Meinhof framdi morð og mannrán í Þýskalandi, Carlos, oft nefndur Sjakalinn, skildi eftir sig blóðslóð í Frakklandi og tíðar fréttir bárust af mannfórnum ETA á Spáni. Listinn var miklu lengri. Sveitir morðhunda, sem þjónuðu lund sinni með pólitísku yfirvarpi, voru fleiri þá en nú. Þó virðist viðtekið að heimur fari versnandi. Það stenst ekki skoðun. Samantektir læknisins Hans Rosling, nýlátins meistara tölfræðinnar, sýndu minnkandi hryðjuverkaógn, færri styrjaldir, minna ofbeldi og almennt friðsælla mannlíf. Rannsóknir margra virtra fræðimanna leiða það sama í ljós. Samt mála grunnhyggnir leiðtogar nær og fjær heiminn æ dekkri litum. Afleiðingin er tortryggni, byggð á einstökum voðaverkum, en ekki heilli mynd af veruleikanum. Hér birtist lögreglan grá fyrir járnum við saklaust fjölskylduhlaup og þjóðaröryggisráði er hóað saman í aflóga loftvarnarbyrgi, „á stað sem uppfyllir nauðsynlegar öryggiskröfur,“ eins og aðstoðarmaður forsætisráðherra orðar það. Hvergi er útskýrt hvers vegna og ekki greint frá sérstökum váboðum. Fyrst ekkert óvenjulegt kallar á viðbúnaðinn, má reikna með, að lögregla verði við alvæpni á útisamkomum hér eftir. Hvernig á að manna tilstandið þegar æskan þyrpist á útihátíðir á sumrin? Eitthvað hlýtur það að kosta. Á meðan sveltur fáliðuð almenn lögregla, sem þó reynist svo vel, að Ísland er talið friðsælasta land í heimi. Lögregla getur ekki fengið betri einkunn. Enda nýtur hún trausts og á skilið ríkulegri umbun fyrir sín daglegu störf. Byssur geta stoppað voðaverk. En hvort fælingarmáttur þeirra sé yfir höfuð fyrir hendi gegn þeim, sem líklegastir eru til að myrða blásaklaust fólk, er óvíst. Byssur gætu eins virkað sem segull á heilaþvegna blóðhunda, sem hika ekki við að fórna eigin lífi þegar lagt er til atlögu. Markmið þeirra er blóðbað. Óttast fólk í slíku hugarástandi byssur? Margt hefur breyst frá dögum móttökustjórans aldna. Mannlífið er fjölskrúðugra – ferðafólk, farandverkamenn og nýbúar fagna 17. júní með okkur í dag. Það er ánægjuefni. Svartir sauðir slæðast óhjákvæmilega með. Því þarf að mæta af yfirvegun. En erfitt er að koma auga á rökin fyrir vopnabyltingunni sem hellist yfir okkur. Er verið að fórna sakleysinu á altari viskunnar – eða á altari óþarfa ótta?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun