Vanþakklátir Reykvíkingar Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. júní 2017 07:00 Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð. Læt ég síðan liggja á milli hluta ýmis minni mál eins og slátt á grasi, þrif og annað sem snertir umgengni hér í borginni. Og þetta er ekki bara skoðun mín. Þar til fyrir skemmstu tók Reykjavíkurborg þátt í þjónustukönnun Gallup. Þegar borin voru saman svör íbúa nítján stærstu sveitarfélaganna kom í ljós að íbúar Reykjavíkur voru óánægðastir allra. Dagur og félagar ákváðu að við svo búið mætti ekki standa og bættu þjón… nei, náði ykkur. Þeir bættu ekki þjónustuna heldur drógu Reykjavík bara út úr könnuninni með þeim orðum Dags að „Reykjavíkingar væru kröfuharðari en íbúar annarra sveitafélaga“. Sem sagt vanþakklátt lið sem ekki kann gott að meta. Halldór Halldórsson sagði um daginn að íbúar Reykjavíkur vissu sennilega ekki alveg hverjir væru í borgarstjórn. Það er meira í þessu hjá Halldóri en virðist við fyrstu sýn. Nú er komið í ljós, skv. frétt RÚV, að lögregluyfirvöld höfðu samband við formann borgarráðs og tilkynntu um aukinn viðbúnað lögreglu. Formaðurinn virðist ekki hafa vitað hver væri forseti borgarstjórnar og því kom hann ekki skilaboðunum áleiðis, en borgarstjórnarforsetinn hafði uppi stóryrði um að enginn hefði látið borgaryfirvöld vita. Framvegis verða þær stofnanir ríkisins sem hyggjast hafa samband við borgina því að senda póst á allir@hvereríborgarstjórn.is og taka tillit til þessa allsherjar athyglisbrests sem einkennir stjórnsýslu borgarinnar þessa dagana. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun
Reykjavíkurborg hefur verið illa stjórnað á undanförnum árum. Fjármál borgarinnar í lamasessi, áherslur í húsnæðismálum hafa valdið efnahagslegu tjóni á landsvísu, holur og umferðartafir einkenna samgöngustefnuna og leik- og grunnskólar hafa mátt þola niðurskurð. Læt ég síðan liggja á milli hluta ýmis minni mál eins og slátt á grasi, þrif og annað sem snertir umgengni hér í borginni. Og þetta er ekki bara skoðun mín. Þar til fyrir skemmstu tók Reykjavíkurborg þátt í þjónustukönnun Gallup. Þegar borin voru saman svör íbúa nítján stærstu sveitarfélaganna kom í ljós að íbúar Reykjavíkur voru óánægðastir allra. Dagur og félagar ákváðu að við svo búið mætti ekki standa og bættu þjón… nei, náði ykkur. Þeir bættu ekki þjónustuna heldur drógu Reykjavík bara út úr könnuninni með þeim orðum Dags að „Reykjavíkingar væru kröfuharðari en íbúar annarra sveitafélaga“. Sem sagt vanþakklátt lið sem ekki kann gott að meta. Halldór Halldórsson sagði um daginn að íbúar Reykjavíkur vissu sennilega ekki alveg hverjir væru í borgarstjórn. Það er meira í þessu hjá Halldóri en virðist við fyrstu sýn. Nú er komið í ljós, skv. frétt RÚV, að lögregluyfirvöld höfðu samband við formann borgarráðs og tilkynntu um aukinn viðbúnað lögreglu. Formaðurinn virðist ekki hafa vitað hver væri forseti borgarstjórnar og því kom hann ekki skilaboðunum áleiðis, en borgarstjórnarforsetinn hafði uppi stóryrði um að enginn hefði látið borgaryfirvöld vita. Framvegis verða þær stofnanir ríkisins sem hyggjast hafa samband við borgina því að senda póst á allir@hvereríborgarstjórn.is og taka tillit til þessa allsherjar athyglisbrests sem einkennir stjórnsýslu borgarinnar þessa dagana. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.