Grá fyrir járnum Líf Magneudóttir skrifar 16. júní 2017 16:04 Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef látið mig umfjöllun um aukinn vopnaburð lögreglunnar varða enda finnst mér breyting í þá átt óheillaskref. Með þessari afstöðu er ég alls ekki að gefa einhvern afslátt á öryggi almennings. Það á að tryggja í hvívetna. Þetta er spurning um ásýnd og aðferðir. Okkur ber skylda til að velta því fyrir okkur. Tvær lykilspurningar finnast mér vera í málinu. Sú fyrri er hvort það sé nauðsynlegt að íslensk lögregla vígbúist í auknum mæli og hin er sú hvort rétt sé að sá hluti lögreglunnar sem notar skotvopn skuli sinna sýnilegri löggæslu á fjöldasamkomum. Enn hef ég ekki heyrt sterk rök fyrir því að íslensk lögregla eigi að bera skotvopn og stækki vopnasafn sitt í auknum mæli. Þvert á móti er skynsamlegra að aðbúnaður lögreglunnar sé almennt góður þannig að nægur mannafli sé fyrir hendi og nauðsynlegur tækjabúnaður til rannsókna og almennrar löggæslu – að skotvopnum undanskildum. Sé talið nauðsynlegt að hafa vopnaða sérsveitarmenn innan seilingar á fjöldasamkomum þurfa þeir ekki að stilla sér upp á hæsta hól og vera öllum sýnilegir. Ekkert hefur komið fram sem útskýrir af hverju sá fælingarmáttur, sem slík uppstilling á að hafa, sé nauðsynlegur nú á Íslandi. Þetta á ég við þegar ég set spurningarmerki við þessa breyttu ásýnd og aðferðir yfirmanna lögreglumála á Íslandi. Í því felst ekki gagnrýni á lögregluna sem slíka, því hún gegnir veigamiklu hlutverki í að þjónusta borgarana og tryggja öryggi þeirra. VG hefur viljað efla hana, bæta menntun lögreglumanna og auka samstarf við fagaðila í öðrum stéttum. Sem betur fer búum við ekki í landi þar sem almennir borgarar falla reglulega fyrir hendi vopnaðra lögreglumanna. Það hefur bara gerst einu sinni. Ísland er enda efst á lista yfir friðsælustu lönd heims og það eru forréttindi sem mér finnst mikilvægt að varðveita. Alltof fáir íbúar þessa heims búa við nægjanlegt öryggi og frið. Í grundvallaratriðum er umræðan um vopnaburð lögreglu ekki mikið flóknari en þetta. Auðvitað eru ekki allir sammála um hversu hættulegt það er að búa á Íslandi. Margir hafa úttalað sig digurbarkalega um þetta mál og gert lítið úr andstæðingum sínum og jafnvel snúið út úr. Það eru ekki merkileg innlegg í umræðuna. Það er þeirra sem vilja skotvopnavæða lögregluna að sýna fram á að þörf sé á byssunum. Hingað til hefur ekki verið sýnt fram á það.Höfundur er forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun