4 milljónir Skoda Fabia Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 12:24 Bíl númer 4.000.000 af Skoda Fabia fagnað í Tékklandi. Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár. Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent
Í verksmiðjum Skoda í Mladá Boleslav í Tékklandi var í vikunni framleitt 4 milljónasta eintakið af Skoda Fabia bílnum. Það tók 18 ár að framleiða þennan mikla fjölda en sala á Fabia hófst árið 1999. Hann er nú af þriðju kynslóð og í leiðinni fögnuðu starfsmenn verksmiðjunnar því að af þeirri kynslóð hafa nú verið framleiddir 500.000 bílar. Fyrsta kynslóð Fabia var framleidd í 1.790.000 eintökum milli 1999 og 2007. Önnur kynslóðin var framleidd í 1.710.000 eintökum árin 2007 til 2014. Eintakið sem fyllti 4.000.000 mælinn er hvítur langbakur í dýrustu Monte Carlo útfærslunni. Fyrir skömmu bættist við nýr kostur í vélarvali í Fabia, eða 1,0 lítra og þriggja strokka bensínsvél sem skilar 110 hestöflum, er 6% eyðslugrennir en 1,2 lítra vélin en samt öflugri. Hún er að auki 10 kílóum léttari og því batna aksturseiginleikarnir í leiðinni. Sala á Fabia jókst um 4,5% í maí og seldi Skoda þá 18.600 Fabia bíla. Það bendir til þess að árssalan á bílnum sé um 220.000 eintök og því gæti Skoda fagnað 5 milljónasta eintakinu eftir rúmlega fjögur ár.
Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent