Toyota á ráspól í Le Mans Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2017 09:28 Það verða tveir Toyota bílar fremstir í ræsingunni í Le Mans um helgina. Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent
Hin árlega 24 klukkustunda þolaksturskeppni í Le Mans í Frakklandi fer fram um helgina. Keppt var um uppröðun bíla í ræsingu keppninnar í gærkvöldi. Toyota náði bæði besta og næstbesta tímanum í þessari keppni um ráspólinn. Í þriðja og fjórða sæti komu svo tveir bílar frá Porsche. Í raun mun keppnin í ár, líkt og í fyrra, líklega standa milli Toyota og Porsche, en Porsche hafði sigur í Le Mans keppninni í fyrra. Það var Kamui Kobayashi sem ók þeim Toyota bíl sem náði bestum tímanum í gær, en tími hans í brautinni var 3 mínútur og 14,791 sekúnda. Næst besta tímanum náði Kazuki Nakajima á 3 mínútum og 17,128 ekúndum og tími Porsche bílsins í þriðja sæti var 3 mínútur og 17,159 og honum ók Neel Jani. Það munaði því ekki miklu að Porsche bíllinn skytist á milli Toyota bílanna í annað sætið. Það er svo einn annar Toyota bíll sem er í fimmta sætinu. Það var svo ENSO bíll í sjötta sætinu á tímanum 3 mínútur og 24,170 sekúndum, svo talsvert miklu munar á Toyota og Porsche bílunum og bílum annarra keppanda í Le Mans keppninni að þessu sinni.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent