Robert hafði áður verið dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum og hafði héraðsdómur áður einnig fallist á beiðni hans um að hann fengi lögmannsréttindin aftur.
Vísað var í dóm manns sem fékk lögmannsréttindi sín aftur árið 1980 þrátt fyrir að hafa verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og af því ráðið að jafnvel svo alvarlegt brot standi ekki í vegi að svipting lögmannsréttinda verði felld niður.
Í úrskurði Hæstaréttar segir að forseti Íslands hafi þann 16. september árið 2016 veitt Róberti uppreist æru og því hafi hann öðlast óflekkað mannorð samkvæmt lögum. Liðin séu níu ár frá því að hann braut af sér og þá hafi ekki hafi verið sýnt fram á að það sé varhugavert að hann öðlist lögmannsréttindi sín að nýju.
Þóttist vera 17 ára táningur og nýtti sér yfirburði sína
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2007 kemur fram að Róbert hafi nýtt sér yfirburði sína til að tæla fjórar stúlkur, þrjár 15 ára og eina 14 ára gamla, með peningagreiðslum og blekkingum.
Komst hann í samband við þær með blekkingum, og þóttist hann til að mynda vera 17 ára gamall táningspiltur að nafni Rikki í samskiptum við eina þeirra í gegnum netið.
Þá hafi hann í 15 skipti tælt aðra stúlku, sem þá var 15 ára með peningagreiðslum og blekkingum til þess að hafa við sig kynferðismök í bifreið á ýmsum stöðum í Reykjavík.
Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Kompás um Róbert Árna en þátturinn er frá árinu 2007.