Í sjálfheldu sérhagsmuna Kristinn Ingi Jónsson skrifar 16. júní 2017 07:00 Ágætu þingmenn, við eigum í óþolandi samkeppni við keppinaut sem nýtur slíkra yfirburða að hann hefur lagt undir sig allan okkar markað, enda er framleiðslan á gjafverði. Þessi keppinautur er enginn annar en sólin sjálf. Beiðni okkar er því sú að þið lögbjóðið að byrgja skuli allar dyr, glugga, rifur, skráargöt og aðrar smugur, sem geislar sólarinnar geta komist um inn í híbýli manna, til mikils skaða fyrir hugsanlega framleiðslu á kertum, olíum, feiti, vínanda, kúaskít og öðrum líklegum ljósgjöfum. Virðingarfyllst, ljósgjafaframleiðendur.“ Rök leigubílstjóra fyrir því að þeir eigi að njóta ríkisverndar minna mig alltaf á þessa gömlu satíru hagfræðingsins Frédéric Bastiat. Rétt eins og ljósgjafaframleiðendunum stendur leigubílstjórum ógn af aukinni samkeppni sem hefur bætt þjónustu og lækkað verð. Og líkt og ljósgjafaframleiðendurnir krefjast leigubílstjórar þess að löggjafinn hindri að aðrir geti keppt við þá. Rökin eru ekki aðeins þau að þeir eigi allt sitt undir ríkisverndinni, heldur einnig að aukið frjálsræði stuðli að glæpum og nauðgunum. Ef fjöldatakmarkanir eru svo vel til þess fallnar að vernda hag fólks, því berjast leigubílstjórar ekki fyrir því að eins kerfum verði komið á fót annars staðar? Hvað ef leyfi til rekstrar matvöruverslana væru aðeins tíu talsins? Svarið er augljóst. Verð myndi stórhækka og þjónustan versna til muna. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Engin ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi um leigubíla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun
Ágætu þingmenn, við eigum í óþolandi samkeppni við keppinaut sem nýtur slíkra yfirburða að hann hefur lagt undir sig allan okkar markað, enda er framleiðslan á gjafverði. Þessi keppinautur er enginn annar en sólin sjálf. Beiðni okkar er því sú að þið lögbjóðið að byrgja skuli allar dyr, glugga, rifur, skráargöt og aðrar smugur, sem geislar sólarinnar geta komist um inn í híbýli manna, til mikils skaða fyrir hugsanlega framleiðslu á kertum, olíum, feiti, vínanda, kúaskít og öðrum líklegum ljósgjöfum. Virðingarfyllst, ljósgjafaframleiðendur.“ Rök leigubílstjóra fyrir því að þeir eigi að njóta ríkisverndar minna mig alltaf á þessa gömlu satíru hagfræðingsins Frédéric Bastiat. Rétt eins og ljósgjafaframleiðendunum stendur leigubílstjórum ógn af aukinni samkeppni sem hefur bætt þjónustu og lækkað verð. Og líkt og ljósgjafaframleiðendurnir krefjast leigubílstjórar þess að löggjafinn hindri að aðrir geti keppt við þá. Rökin eru ekki aðeins þau að þeir eigi allt sitt undir ríkisverndinni, heldur einnig að aukið frjálsræði stuðli að glæpum og nauðgunum. Ef fjöldatakmarkanir eru svo vel til þess fallnar að vernda hag fólks, því berjast leigubílstjórar ekki fyrir því að eins kerfum verði komið á fót annars staðar? Hvað ef leyfi til rekstrar matvöruverslana væru aðeins tíu talsins? Svarið er augljóst. Verð myndi stórhækka og þjónustan versna til muna. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Engin ástæða er til að ætla að önnur lögmál gildi um leigubíla.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun