Mældu gríðarlega bráðnun viðkvæmrar íshellu Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 13:50 Gervihnattamynd af hluta Ross-hafs og íshellunnar við Suðurskautslandið. Vísir/AFP/NASA Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Gríðarleg bráðnun íss átti sér stað á víðfeðmum hluta af hafíshellu Suðurskautslandsins síðasta sumar. Svæði sem er hátt í átta sinnum stærra en Ísland að flatarmáli var þakið bráðnunarvatni í allt að fimmtán dögum samkvæmt fjarmælingum vísindamanna. Ross-íshellan á Vestur-Suðurskautslandinu er stærsta fljótandi íshella jarðarinnar. Vísindamenn hafa óttast um afdrif hennar í hlýnandi heimi undanfarin ár og telja að hún geti brotnað algerlega upp. Bráðnunarviðburðurinn sem þeir mældu yfir sumarmánuðina á suðurhveli í fyrra gerir lítið til að lina áhyggjur þeirra, samkvæmt frétt Washington Post. Vísindamennirnir sem koma frá Scripps-hafrannsóknastofnuninni og Ohio-ríkisháskóla auk fleiri stofnana grunaði að eitthvað væri á seyði þegar mælitæki þeirra á Vestur-Suðurskautslandinu sýndu mikla hlýnun andrúmslofts og ský sem báru með sér mikinn raka. Örbylgjugervihnattarmælingar sýndu þeim síðan umfang bráðnunarinnar sem átti sér stað.Örbylgjumælingar sýndu í hversu marga daga bráðnun hafði átt sér stað á svæðinu.mynd/Julien NicolasFátíð rigning kom vísindamönnum í opna skjöldu Íshellan var þó ekki hulin stöðuvötnum bráðnunarvatns heldur segir David Brownwich frá Ohio-háskóla að vatnið hafi sigið ofan í snjóinn og myndað krapa. Bráðunin átti sér stað þegar sterkur El niño-viðburður átti sér stað. Veðurfyrirbrigðið flytur oft verulegan varma til Suðurskautslandsins. Sá fátíði viburður virðist einnig hafa gerst að regn hafi fallið á íshelluna og kom það vísindamönnunum í opna skjöldu. Rannsakendurnir birtu grein um athuganir sínar í vísindaritinu Nature Communications. Þó að bráðnun íssins í Ross-hellunni stuðli ekki að hækkun yfirborðs sjávar óttast menn að ef hún lætur undan síga eigi landís af meginlandi Suðurskautslandsins greiða leið út í hafið. Það myndi hækka sjávarstöðu með verulegum áhrifum á strandbyggðir manna. Vísindamenn hafa áætlað að bráðnun á Suðurskautslandinu geti ein og sér hækkað yfirborð sjávar um 1,2 metra á þessari öld.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00 Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Hlýr vindur af fjöllum á Suðurskautslandinu virðist tíðari en áður var talið. Það gæti þýtt að bráðnun íshellunnar þar hafi verið vanmetin. 30. apríl 2017 17:00
Sláandi skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um fordæmalausar loftslagsbreytingar Niðurstöður á mati sem Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur gert á loftslagi Jarðarinnar árið 2016 sýna fordæmalausa hlýnun um allan hnöttinn, lítinn ís bæði á Norður-og Suðurpólnum og hækkun sjávarborðs. 21. mars 2017 12:03