Porsche hugleiðir að hætta í þolakstri Finnur Thorlacius skrifar 15. júní 2017 11:09 Þolakstursökumenn Porsche sigurreifir eftir einn sigurinn. Þeim gæti fækkað. Nú fer að styttast í Le Mans sólarhringsþolaksturkeppnina í Frakklandi. Einn þátttakenda þar í ár verður Porsche, en það gæti orðið í síðasta sinni í bili því þar á bæ eru uppi hugmyndir um að hætta þolakstri. Porsche 919 Hybrid bílar Porsche hafa verið einkar sigursælir í þolakstri undanfarin ár, en nú í ár hefur ekki gengið eins vel. Í World Endurance Championship þolakstursmótaröðinni í ár hefur Toyota haft sigur í fyrstu tveimur keppnum ársins og hvort það á hlut í máli skal ósagt látið. Núna eru hafnar æfingar í Le Mans fyrir þessa frægu árlegu keppni og á æfingu í gær náði Porsche besta tímanum, en daginn áður voru það þrír Toyota bílar sem náðu þremur bestu tímunum. Það gæti því orðið erfitt fyrir Porsche að verja titil sinn í ár frá fyrra ári og víst er að samkeppnin verður harðari frá Toyota. Toyota er með nýjan TS050 bíl í þolaksturkeppnunum í ár en Porsche 919 Hybrid bílarnir eru eldri og standast samkeppnina æ verr við Toyota. Því er Porsche einn kostur fær, að skapa nýjan bíl til að standa uppí hárinu á Toyota bílunum, eða annar kostur, að hætta keppni. Audi sem var afar sigursælt í þolakstri fyrir ekki svo löngu dró sig úr keppni fyrir örfáum árum og var dísilvélasvindli Volkswagen Group samstæðunnar kennt um brotthvarf þeirra. Það sama gæti verið uppá teningnum í tilfelli Porsche, en bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen Group. Volkswagen Group á í stökustu vandræðum með að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir sektum og innköllunum sem dísilvélasvindlinu fylgir og því eru lúxusverkefni eins og þátttaka í þolakstruskeppnum ekki efst á baugi. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent
Nú fer að styttast í Le Mans sólarhringsþolaksturkeppnina í Frakklandi. Einn þátttakenda þar í ár verður Porsche, en það gæti orðið í síðasta sinni í bili því þar á bæ eru uppi hugmyndir um að hætta þolakstri. Porsche 919 Hybrid bílar Porsche hafa verið einkar sigursælir í þolakstri undanfarin ár, en nú í ár hefur ekki gengið eins vel. Í World Endurance Championship þolakstursmótaröðinni í ár hefur Toyota haft sigur í fyrstu tveimur keppnum ársins og hvort það á hlut í máli skal ósagt látið. Núna eru hafnar æfingar í Le Mans fyrir þessa frægu árlegu keppni og á æfingu í gær náði Porsche besta tímanum, en daginn áður voru það þrír Toyota bílar sem náðu þremur bestu tímunum. Það gæti því orðið erfitt fyrir Porsche að verja titil sinn í ár frá fyrra ári og víst er að samkeppnin verður harðari frá Toyota. Toyota er með nýjan TS050 bíl í þolaksturkeppnunum í ár en Porsche 919 Hybrid bílarnir eru eldri og standast samkeppnina æ verr við Toyota. Því er Porsche einn kostur fær, að skapa nýjan bíl til að standa uppí hárinu á Toyota bílunum, eða annar kostur, að hætta keppni. Audi sem var afar sigursælt í þolakstri fyrir ekki svo löngu dró sig úr keppni fyrir örfáum árum og var dísilvélasvindli Volkswagen Group samstæðunnar kennt um brotthvarf þeirra. Það sama gæti verið uppá teningnum í tilfelli Porsche, en bæði fyrirtækin tilheyra Volkswagen Group. Volkswagen Group á í stökustu vandræðum með að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir sektum og innköllunum sem dísilvélasvindlinu fylgir og því eru lúxusverkefni eins og þátttaka í þolakstruskeppnum ekki efst á baugi.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent